fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Eyjan

Miðjan skreppur saman – pattstaða?

Egill Helgason
Þriðjudaginn 19. september 2017 07:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sæmkvæmt skoðanakönnuninni sem birtist í Fréttablaðinu í dag eiga þrír flokkar, sem eru á miðjunni eða nærri henni, á hættu að þurrkast út. Þetta eru Samfylkingin, Björt framtíð og Viðreisn. Allir með fylgi á bilinu 5-7 prósent.

Annars virðist stefna í pattstöðu þar sem jafn erfitt – eða erfiðara – verður að mynda ríkisstjórn en síðast. Það hjálpar varla að samkvæmt könnuninni eru átta flokkar á þingi. Fylgi Sjálfstæðisflokksins er lélegt í könnuninni og Vinstri græn eru jafnstór þeim. Tveggja flokka stjórn sem Bjarni Benediktsson lætur sig dreyma um er eins og fjarlægur draumur en stjórn þriggja flokka með VG og einum flokki til er möguleg. Það virðist þó ekki sérlega raunhæft – VG fer seint í slíkan leiðangur.

Samkvæmt þessu eru einu flokkarnir sem uppskera í kosningunum VG og Flokkur fólksins sem í könnuninni kemur stormandi inn með 11 prósenta fylgi og 7 þingmenn. Framsókn og Píratar halda sínu, en hvorugur flokkur var sérlega ánægður með úrslitin síðast.

Vinstri stjórn er ekki möguleg samkvæmt könnuninni nema þá með Framsókn og/eða Flokk fólksins innanborðs.

En kosningabaráttan er auðvitað ekki byrjuð og spurning um hvað verður í raun kosið? Sjálfstæðisflokkurinn boðar staðfestu og svo eru flokkar sem tala um gegnsæi. En Flokkur fólksins talar um aldraða og öryrkja og fátækt fólk – og spurning hvort hann gefi ekki tóninn að einhverju leyti?

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Undirhundur

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Undirhundur
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir Valhöll til sölu

Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir Valhöll til sölu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Nýjar ógnir og nýtt RÚV

Þorsteinn Pálsson skrifar: Nýjar ógnir og nýtt RÚV
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennafrídagurinn breytti öllu

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennafrídagurinn breytti öllu