fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Eyjan

Merkel með varann á gagnvart Trump

Egill Helgason
Mánudaginn 29. maí 2017 00:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er tímanna tákn þegar kanslari Þýskalands lýsir því yfir að Evrópa geti ekki lengur treyst á Bandaríkin. Þetta segir Angela Merkel, virtasti þjóðarleiðtogi í heimi sem er búin að sitja á valdastóli í tólf ár og bætir líklega við öðrum fjórum eftir kosningar í haust. Aðrir heimsleiðtogar eru nýgræðingar miðað við hana. En hún er svo skekin eftir fundinn með Donald Trump að hún segir að undanfarna daga hafi hún upplifað að Evrópuríki verði að taka örlögin í eigin hendur. Umræðurnar hafi verið svo erfðar og ófullnægjandi.

Trump fer í flæmingi undan Parísarsamkomulaginu um loftslagsmál. Og ein krafa hans er að bandalagsríkin í Nató eyði tveimur prósentum af landsframleiðslu sinni í hernað og varnir. Bandaríkin eru náttúrlega eitt hervæddasta samfélag í gervallri sögu mannkyns svo væntanlega munu margir vera hikandi að feta þá braut.

Gunnar Smári Egilsson er með ábendingu um hvað þetta kynni að þýða fyrir okkur Íslendinga.

Ég missti af viðbrögðum Bjarna Ben við kröfu Trump um að Nató-þjóðir leggi 2% af landsframleiðslunni til Atlandshafsbandalagsins; það gera um 50 milljarða fyrir okkur árlega, 150 þús. kr. á hvern íbúa, 600 þús. kr. á fjögurra manna fjölskyldu. Sagði Bjarni honum ekki örugglega á temmilega kurteisan máta að gleyma þessu, það mætti draga verulega úr kostnaði við þetta félag með því að láta af stríðsrekstri?

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Nýjar ógnir og nýtt RÚV

Þorsteinn Pálsson skrifar: Nýjar ógnir og nýtt RÚV
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Mogginn vill leiðrétta mannréttindabrot en bara „hóflega“

Svarthöfði skrifar: Mogginn vill leiðrétta mannréttindabrot en bara „hóflega“