fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Eyjan

Vélarnar taka yfir og störfin hverfa

Egill Helgason
Þriðjudaginn 3. janúar 2017 13:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það þarf mikla trú á mannkyninu – og litla þekkingu á sögu þess – til að álykta að afrakstri hinnar miklu tæknibyltingar sem stendur yfir verði dreift jafnt og réttlátlega. Raunin verður nær örugglega önnur, „eigendurnir“ munu raka til sín ágóðanum, mynda fámenna yfirstétt, það mun ekki gerast nema með harmkvælum að einhverju af arðinum verði dreift til alþýðu manna.

Borgaralaun gætu vegið aðeins upp á móti þessu – en það verður samt ekki nema lítillega. Það verður bara eins og plástur á svöðusár.

Eðlisfræðingurinn Stephen Hawking hefur sagt að sjálfvirkni og gervigreind muni ekki bara taka yfir störf verkafólks, líkt og þegar er að gerast víða, heldur muni þessi þróun líka ná langt inn í millistéttina. Þetta mun þýða atvinnumissi, óvissu og óöryggi. Hawking segir að ójöfnuður muni aukast, tækifæri margra til að framfleyta sér muni einfaldlega hverfa. Hawking hefur reyndar líka varað við hættunni á að á einhverju stigi muni gervigreind einfaldlega fara fram úr manninum og taka yfir veröldina.

Á vef World Economic Forum má sjá lista yfir störf sem vélar geta og munu sinna. Það er metið í prósentum hversu líklegt er að vélar muni vinna þessi störf. Þarna eru bílstjórar, öryggisverðir, sölufólk, bankastarfsmenn, skrifstofufólk og fleiri. En svo eru þarna líka störf þar sem er líklegt að áfram verði þörf fyrir mannshöndina og mannshugann. Það er einkum vinna við í umönnun og í skapandi greinum.

Einhvers staðar heyrði ég reyndar að erfitt væri að hanna vélmenni sem gæti búið um rúm. Þannig að við Íslendingar með okkar túrisma getum kannski verið rólegir…

En af hverju þá að fara þessa braut? Svarið er ekki einhlítt en það einfaldasta er kannski – af því við getum það! Við förum eins langt með tæknina og við komumst, það er að vissu leyti ákveðin nauðhyggja – bæði til góðs og ills. Eins og sagan sýnir, við útrýmum skæðum sjúkdómum en á sama tíma smíðum við sprengjur sem geta útrýmt öllu mannkyni. Óseðjandi forvitni mannsins spilar þarna inn í, og nýungagirni, og blandast stundum við græðgi og valdafíkn sem er líka hvati.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Svona gerir maður ekki

Orðið á götunni: Svona gerir maður ekki
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Árvakur vill kaupa fjölmiðla Sýnar

Orðið á götunni: Árvakur vill kaupa fjölmiðla Sýnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Glæsilegur dagur íslenskra kvenna – baráttunni fyrir frelsi og réttlæti lýkur aldrei

Svarthöfði skrifar: Glæsilegur dagur íslenskra kvenna – baráttunni fyrir frelsi og réttlæti lýkur aldrei
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Laxness á náttborðinu

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Laxness á náttborðinu