fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
Eyjan

Hömlulaus græðgi – skortur á samvisku og siðferðisvitund

Egill Helgason
Fimmtudaginn 22. desember 2016 15:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslendingar ætla halda jól í skugga græðginnar. Túristum er mokað hingað inn eins og enginn sé morgundagurinn, það er sagt að Reykjavík sé dýrasta borg í Evrópu fyrir þessi jól. Einsleitnin er farin að verða mikið áhyggjuefni, líkt og skortur á innviðum. Ekki verður séð á nýju fjárlagafrumvarpi að ætlunin sé að bæta þar úr – frekar líkt og Íslendingar séu ánægðir með að hirða bara peninginn en gera lítið til bæta aðstöðuna, tíma því ekki.

Við þurfum mikið af erlendu vinnuafli til að halda uppi góðærinu hér. Hér í textanum að neðan segir maður að nafni Gabriel frá reynslu sinni af peningagræðgi á Íslandi eins og hún birtist í leigu á húsnæði til innflytjenda. Þetta birtist á Facebooksíðu sem nefnist Leiga. Það er talað um skort á samvisku og siðferðisvitund, herbergi með engri sturtu, sem eru jafnvel búin til með því að stúka niður eitt herbergi í fimm, og leigð á 90 þúsund á mánuði.

Sex herbergja íbúð þar sem hvert herbergi er leigt á 100 þúsund á mánuði. Herbergi í óíbúðarhæfum kjöllurum og geymslum.

Gabriel segist hafa komið hingað vegna menningarinnar sem hann hafði heyrt af, en hann sjái nú engan mun á Íslandi og öðrum löndum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Pipar\TBWA kaupir hlut í norsk-breska fyrirtækinu Aida Social

Pipar\TBWA kaupir hlut í norsk-breska fyrirtækinu Aida Social
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stjórnarandstaðan pirruð yfir að fá að halda málþófinu áfram fram á nótt – „Hvaða leikrit er í gangi?“

Stjórnarandstaðan pirruð yfir að fá að halda málþófinu áfram fram á nótt – „Hvaða leikrit er í gangi?“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Hinn gullni tími“ – Trump missir sig í Hvíta húsinu

„Hinn gullni tími“ – Trump missir sig í Hvíta húsinu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennaárinu er fagnað – í kvíða

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennaárinu er fagnað – í kvíða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Diljá Mist Einarsdóttir: Verðum að ávarpa þá tilfinningu þjóðarinnar að ekki sé eðlileg skipting ágóðans af sjávarútvegi

Diljá Mist Einarsdóttir: Verðum að ávarpa þá tilfinningu þjóðarinnar að ekki sé eðlileg skipting ágóðans af sjávarútvegi