fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
Eyjan

Hverjir eiga í rauninni samleið…

Egill Helgason
Miðvikudaginn 21. desember 2016 22:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar þingmenn eru skildir eftir niðri á Alþingi, nánast án ríkisstjórnar og eiga að fjalla um stórmál er ekki endilega víst að öll dýrin í skóginum verði vinir. Tónninn hefur samt verið eitthvað í þá veru undanfarið – eins og allt verði gott ef þingheimur fær að ráða án afskipta framkvæmdavaldsins.

En svo kom babb í bátinn. Það er heilmikill ágreiningur um fjárlögin og líka um frumvarpsbálkinn um lífeyrisréttindi.

Og þá fara þeir að renna saman sem hugsanlega eiga heima í sama liði. Sjálfstæðisflokkurinn og Viðreisn eru mjög samstíga og Björt framtíð fylgir Viðreisn hvert fótmál.

Guðni Th. Jóhannesson hefur látið stjórnarmyndun dankast undanfarið, það hefur enginn fengið umboð síðan Birgitta skilaði því. Líklega er vit í þessu, tími þingmanna fer í störfin á Alþingi – þar, og sérstaklega í fjárlagavinnunni, kemur glöggt í ljós hverjir eiga í rauninni samleið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stjórnarandstaðan pirruð yfir að fá að halda málþófinu áfram fram á nótt – „Hvaða leikrit er í gangi?“

Stjórnarandstaðan pirruð yfir að fá að halda málþófinu áfram fram á nótt – „Hvaða leikrit er í gangi?“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Ekki benda á mig, segir sérstakur – ríkissaksóknari rannsakar eigin gjörðir

Svarthöfði skrifar: Ekki benda á mig, segir sérstakur – ríkissaksóknari rannsakar eigin gjörðir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Diljá Mist Einarsdóttir: Þú veist aldrei með hverjum þú getur fest inni í lyftu

Diljá Mist Einarsdóttir: Þú veist aldrei með hverjum þú getur fest inni í lyftu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Diljá Mist Einarsdóttir: Ég er Evrópusinni – Evrópa loksins að vakna til lífsins

Diljá Mist Einarsdóttir: Ég er Evrópusinni – Evrópa loksins að vakna til lífsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ný Gallupkönnun er áfall fyrir stjórnarandstöðuna – Samfylkingin á flugi

Orðið á götunni: Ný Gallupkönnun er áfall fyrir stjórnarandstöðuna – Samfylkingin á flugi