fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Eyjan

Hátíðarblað Tímans – afar lítið um Sigmund

Egill Helgason
Þriðjudaginn 20. desember 2016 20:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er víðar núningur kringum Sigmund Davíð Gunnlaugsson en hvað snertir Ríkisútvarpið. Lætin í kringum samskipti hans við Rúv virka nánast eins og yfirbreiða yfir hin skæðu innanflokksátök sem geisa í Framsóknarflokknum.

Í tilefni af 100 ára afmæli Framsóknarflokksins í síðustu viku var gefin út sérstök hátíðarútgáfa af Tímanum. Þetta er nafnið á dagblaði Framsóknarmanna sem kom út frá 1917 til 1996. Sá sem þetta skrifar hóf blaðamannsferil sinn á Tímanum og þykir afar vænt um minningu þess blaðs.

Tengsl hins nýja Tíma við gamla Tímann eru sáralítil þótt notast sé við svipaðan blaðhaus. Ritstjórinn er Eggert Skúlason, sem reyndar var sjálfur blaðamaður á Tímanum í eina tíð.

Í hátíðarútgáfunni sem var dreift á afmælinu eru greinar um sögu flokksins og helstu foringja hans. Þarna er til dæmis stór ljósmynd af Sigurði Inga Jóhannssyni þar sem hann situr á kumpánlegu spjalli við Obama Bandaríkjaforseta.

 

 

Þarna eru líka greinar um Jónas frá Hriflu, Hermann Jónasson, Ólaf Jóhannesson, Steingrím Hermannsson og meira að segja Jón Sigurðsson, sem var formaður Framsóknar um stutt skeið, fær sitt pláss. Reyndar skrifar Jón nokkuð af textanum í blaðinu, enda sögufróður maður.

 

 

En einn formaður flokksins er mikið til fjarri góðu gamni. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Af honum er engin mynd í blaðinu að séð verði. Og hann er varla nefndur á nafn og ekki mikið gert úr pólitískum sigrum hans eða afrekum.

Þó er að finna þessa fáu dálksentímetra aftast í blaðinu.

 

 

„Svokölluðu Icesavemáli“, stendur þarna. Öðruvísi manni áður brá. Þess er líka að gæta að blað þetta er gefið út af sjálfum Framsóknarflokknum, Rúv kom þar hvergi nærri.

Það er stundum sagt að sigurvegarar skrifi söguna – og þarna er nánast eins og sé verið að skrifa Sigmund, sem tapaði á síðasta flokksþingi, út úr sögu Framsóknarflokksins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin