fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Eyjan

Austurstræti um jól – í kringum 1970

Egill Helgason
Sunnudaginn 11. desember 2016 21:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessi jólalega ljósmynd er tekin í Austurstræti í kringum 1970. Gatan er ansi mikið breytt síðan þá. Fremst á myndinni til hægri er hús Ísafoldar sem síðar var flutt í Aðalstræti. En þarna var bókabúð á þessum tíma, við sjáum auglýsingu fyrir skáldsöguna Hnefaleikarann eftir Jack London sem kom út 1969.

Ég verð að viðurkenna að ég man ekki nógu vel eftir öllum verslunum þessa tíma – þótt ég væri farinn að þvælast um Miðbæinn. Mér sýnist að við hliðina á Ísafold sé búð sem nefnist Raflux, raftækjaverslun, en á skiltinu eru líka auglýstir Souvenirs, minjagripir, þar er semsagt fyrirboði um tíma sem komu löngu seinna.

Í húsinu þar við hliðina á stendur svo Gefjun stórum stöfum. Þarna var vöruhús Sambands íslenskra samvinnufélaga – húsinu hefur verið mikið breytt og þarna er nú útibú ÁTVR.

Hinum megin við götuna má sjá ljósaskilti fyrir verslunina Oculus, en þar voru seldar snyrtivörur. Lengra er svo verslun Egils Jacobsen, en ég sé ekki alveg hvað stendur á skiltunum innar í götunni.

Kannski geta minnugir lesendur rifjað upp hvað fleira var þarna. Úr æsku er mér reyndar minnisstæðust ísbúð sem nefndist Ísborg sem var í Austurstrætinu, hún var mjög glæsileg eins og sjá má á þessari ljósmynd – en ég var ekki gamall þegar hún lokaði. Það er líklega fyrsta búðin þar sem voru seldir mjólkurhristingar að amerískum sið.

Myndin hér að neðan er af vefnum Gamlar ljósmyndir.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin