fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Eyjan

Fjölmenningin og jólin

Egill Helgason
Þriðjudaginn 13. desember 2016 10:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessi texti er settur saman af Matthíasi Kristiansen, kennara, þýðanda og tónlistarmanni. Þetta er ágætis áminning þegar renna upp jól á umbrotasömu ári.

Sennilega einkennist engin hátíð manna jafn mikið af fjölmenningu og jólin. Við höldum upp á fæðingu barns foreldra á ferðalagi í Austurlöndum nær með því að draga inn í hús grenitré að þýskum sið, förum með börn að hitta jólasveina sem eru sambland tyrkneskrar, hollenskrar, norskrar og bandarískrar Coca-Cola hefðar, gefum gjafir að sið austrænna vitringa, syngjum söngva víða að við undirleik á hljóðfæri smíðuð um allan heim, skálum í vínum frá Frakklandi, Spáni eða Chile og ökum að verslunum í japönskum eða þýskum bílum knúnum rússnesku bensíni.

Við kveikjum á kertum framleiddum í Svíþjóð eða á ljósaperum frá Kína, bragðbætum eftirrétti með vanillu frá Madagaskar eða banönum frá Mið-Ameríku, kveikjum kannski í vindli frá Kúbu eða fáum okkur kaffi frá Kólumbíu. Appelsínurnar og ferska kryddið eru frá Ísrael, piparinn frá Indlandi, kanillinn frá Sri Lanka og lárviðarlaufin frá Miðjarðarhafslöndum. Heitið jól er komið úr heiðni.

Um áramótin skjótum við svo upp flugeldum frá Kína.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin