fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Eyjan

Mætir Sigmundur ekki í afmælið?

Egill Helgason
Sunnudaginn 11. desember 2016 10:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

1916 er merkilegt ár í íslenskri stjórnmálasögu – þar má greina eitt upphaf nútímastjórnmála á Íslandi. Bæði Alþýðuflokkurinn og Framsóknarflokkurinn voru stofnaðir á þessu ári. Hugmynd Jónasar frá Hriflu, sem hafði hönd í bagga með stofnun beggja flokkanna, var að þeir ynnu saman – Alþýðuflokkurinn sem flokkur alþýðufólks í bæjum, Framsóknarflokkurinn sem flokkur bænda.

Alþýðuflokkurinn er ekki lengur til, en afmæli hans var þó fagnað fyrr á þessu ári. Framsóknarflokkurinn hefur verið sprellifandi – þótt hann hafi ratað í vissar ógöngur á þessu ári. Þeim virðist heldur ekki vera alveg lokið.

100 ára afmæli Framsóknar er 16. desember.

Vefsíðan Kaffið, sem flytur einkum fréttir frá Akureyri, greinir frá því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, hafi á síðustu stundu afboðað komu sína á afmælishátíð sem Framsóknarfélag Akureyrar og nágrennis heldur í dag.

Forföllin hafi hann boðað með sms-skilaboðum, en um leið hafi hann boðið til annarrar veislu 16. desember. Á sama tíma og haldin verður 100 ára afmælishátíð Framsóknarflokksins í Þjóðleikhúsinu í Reykjavík.

Á Kaffivefnum eru vangaveltur um hvort þetta hljóti ekki að jafnast á við úrsögn úr flokknum eða stríðsyfirlýsingu.

Þeir framsóknarmenn sem Kaffið.is ræddi við voru á einu máli um að sms-skilaboðin frá Sigmundi Davíð hlytu að draga dilk á eftir sér. Fyrrum formaður flokksins, sem lítilsvirti aldarafmælið með þessum hætti, hlyti að vera á útleið úr flokknum og væri varla líft þar öllu lengur. Hann yrði þá væntanlega þingmaður í eins manns flokki.

Svona er afmælishátíð Framsóknar kynnt á vef flokksins.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin