fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Eyjan

Handan við staðreyndir og skynsemi

Egill Helgason
Laugardaginn 10. desember 2016 23:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þetta er afar dapurlegt.

Forseti Bandaríkjanna kemst á valdastól með aðstoð Rússa og fyrir tilstilli undirferlis sem á upptök sín í rússneskri undirróðursstarfsemi. Dálítið er þetta farið að minna á frægan kaldastríðsþriller sem kallast The Manchurian Candidate.

Hann vinnur í raun ekki kosningarnar. Andstæðingurinn fékk 2,7 milljón fleiri atkvæði. Þetta er dæmi um fornfálegt kosningakerfi sem speglar ekki vilja þjóðar. Það eru reyndar fleiri þjóðir sem búa við slík kerfi.

Donald Trump segist ekki ætla að sleppa hendinni af sjónvarpsþætti sínum sem nefnist The Apprentice.

Rifjast þá upp hvenær ég varð fyrst var við Trump. Fjölskylda mín horfði þennan þátt en ég tuðaði einhver ósköp yfir því að nokkur gæti eytt tíma sínum í að horfa á svo ömurlegan náunga.

En þetta er hvort sem er allt eins og asnalegur sjónvarpsþáttur, handan við staðreyndir og skynsemi.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin