fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Eyjan

Íslensk hagfræði

Egill Helgason
Laugardaginn 10. desember 2016 10:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Friðrik Jónsson er hagfróður maður sem stundum skrifar greinar hér á Eyjuna. Hann ritar athugasemd við frétt á vefsíðunni Kjarnanum þar sem haft er eftir Þorsteini Víglundssyni, þingmanni Viðreisnar og fyrrverandi framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, að ekki sé tími til að hækka ríkisútgjöld.

Viðbrögð Friðriks er þessi skilgreining á íslenskri hagfræði:

Íslensk hagfræði:
– Það er ljóst að í kreppu verður að draga saman ríkisútgjöld og í góðæri má ekki auka þau á ný.
– Þegar verðbólga eykst verður að hækka stýrivexti Seðlabankans, en það má hins vegar ekki lækka þá aftur þegar dregur úr verðbólgunni.
– Mæla skal verðbólgu þannig að hún komi lánveitendum sem best og lántökum sem verst.
– Stjórnlaust ris og fall íslensku krónunnar á víxl – þó oftar fall – er forsenda efnahagslegs stöðugleika.
– Fjárfestingar í innviðum, menntun og heilbrigði lands og þjóðar er eitthvað sem við tölum bara um, en gerum lítið í, því það er aldrei rétti tíminn til slíks – þið vitið, vegna mikilvægis samdráttar ríkisútgjalda, baráttu við verðbólgu (hvort sem hún er til staðar eður ei), viðhalds hárra vaxta, sveiflna í gengi og hins alræmda stöðugleika…

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin