fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Eyjan

Vill VG láta kjósa upp á nýtt?

Egill Helgason
Þriðjudaginn 6. desember 2016 11:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vinstri græn eru mjög brennd af vistinni í ríkisstjórninni 2009 til 2013 þegar flokkurinn lagðist í hjaðningavíg – þau eru meira að segja rifjuð upp í bók sem kom út á þessu ári, Villiköttunum eftir Jón Torfason.

Nokkrir af þeim sem létu ófriðlegast létu sig hverfa úr flokknum og á síðasta kjörtímabili virtist Katrín Jakobsdóttir formaður ná nokkuð góðum tökum á honum. En sá friður byggir að nokkru leyti á því að efna ekki til átaka og taka ekki afgerandi ákvarðanir.

Þetta er bakgrunnur stjórnarmyndunarviðræðna hjá VG. Þar hefur komið í ljós að sprungurnar eru enn á sínum stað í VG og geta rifnað upp. Vinstri græn virðast ekki vita í hvorn fótinn þau eiga að stíga og það er augljós munur á afstöðu flokksmanna í höfuðborginni og landsbyggðarfólksins.

Katrín, sem er vinsælasti stjórnmálamaður Íslands, hefur ekki virst sérlega afgerandi – má jafnvel segja að hafi komið í ljós að hún sé nokkuð átakafælin. Samt ætti Katrín að hafa pólitíska innistæðu til að taka af skarið – ef ekki hún, hver þá?

Annars getur annað hvort af tvennu gerst, VG er utan ríkisstjórnar næstu árin, í kunnuglegri stöðu sem stjórnarandstöðuflokkur. VG líður ágætlega í því hlutverki og á meðan er friður innanflokks. En þetta getur ekki talist vera sérlega metnaðarfullt af næststærsta stjórnmálaflokki landsins.

Eða þá að kosið verður upp á nýtt. Sitthvað bendir til þess að VG-arar séu nokkuð hallir undir þá hugmynd. Fylgi flokksins hefur hækkað í skoðanakönnunum síðan í kosningunum í október. Kosningar væru hins vegar erfiðari fyrir nýjan flokk eins og Viðreisn.

Það er hins vegar ekki víst að línurnar yrðu miklu skýrari eftir aðrar kosningar, í því sambandi má nefna að á undangengnu ári eða svo hefur verið kosið tvívegis á Spáni og í bæði skiptin endað með nokkurs konar jafntefli milli vinstri og hægri afla. Það hefur því ríkt hálfgerð stjórnarkreppa á Spáni í langan tíma, en þrátt fyrir það er hagkerfið í örum vexti, hagvöxturinn undanfarið hefur verið meira en 3 prósent.

 

villikettirnir-og-vegferd-vg

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“