fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
Eyjan

Ef Katrínu mistekst…

Egill Helgason
Miðvikudaginn 23. nóvember 2016 13:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er stundum sagt að stjórnmál séu list hins mögulega. Í raun er það ágætis frasi.

En möguleikarnir á að Katrínu Jakobsdóttur takist að mynda fimm flokka ríkisstjórn virðast fara minnkandi. Efasemdir skína í gegn um orð flokksforingja í dag. Það er býsna langt á milli sumra af þessum flokkum og það þarf að gera málamiðlanir sem erfitt gæti verið að verja fyrir stuðningsmönnum.

Að sumu leyti virðast það vera Píratarnir sem eru tilbúnir að ganga lengst í málamiðlunum.

En hvaða möguleikar eru í stöðunni ef Katrínu mistekst? Hún gæti reynt að kalla Framsóknarflokkinn að borðinu í stað Viðreisnar – eins og áður hefur verið nefnt á VG í raun meiri samleið með Framsókn en Viðreisn í mörgum málum. Þar setur strik í reikningin að Björt framtíð og Viðreisn hafa bundist fastmælum um að hanga saman – hversu lengi sem það heldur.

Hún gæti reynt að tala við Sjálfstæðisflokkinn, en slíkt er ekki vinsælt í herbúðum VG – þar virðist stemmingin fremur vera sú að flokkurinn eigi heldur að vera utan stjórnar en starfa með íhaldinu.

Hver væri þá næstur til að fá stjórnarmyndunarumboðið? Píratar eru þriðji stærsti flokkurinn en möguleikar þeirra um að hafa forystu fyrir stjórnarmyndun eru sjálfsagt ekki miklir. Líklegra er að það verði Viðreisn, og þá í samflotinu með Bjartri framtíð.

En það er satt að segja ekki sennilegt að Benedikt Jóhannessyni tækist þar sem Bjarni Benediktssyni mistókst og Katrínu Jakobsdóttur hugsanlega líka – og alveg spurning hvar hann myndi taka upp þráðinn? Með Sjálfstæðisflokki og sjálfan sig í hlutverki forsætisráðherra? Aftur með flokkunum fjórum? Myndi þá eitthvað hafa breyst?

List hins mögulega? Já, en til þess verða flokkar að vera reiðubúnir að gefa eftir. Annars blasir við stjórnarkreppa og væntanlega nýjar kosningar. Hverjir færu best út úr slíkri atburðarás? Ekki er ólíklegt að það verði ríkjandi stjórnvöld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Glódís er leikfær
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Heiðrún Lind um auglýsingarnar umdeildu: „Fátt sem að við höfum gert sem ákveðnum aðilum líkar vel við”

Heiðrún Lind um auglýsingarnar umdeildu: „Fátt sem að við höfum gert sem ákveðnum aðilum líkar vel við”
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Aumkunarverð framganga stjórnarandstöðunnar – málþóf, tafaleikir og bjánataktar – samtök sægreifa með útsendara í þinghúsinu

Orðið á götunni: Aumkunarverð framganga stjórnarandstöðunnar – málþóf, tafaleikir og bjánataktar – samtök sægreifa með útsendara í þinghúsinu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Pipar\TBWA kaupir hlut í norsk-breska fyrirtækinu Aida Social

Pipar\TBWA kaupir hlut í norsk-breska fyrirtækinu Aida Social
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Stjórnarandstaðan pirruð yfir að fá að halda málþófinu áfram fram á nótt – „Hvaða leikrit er í gangi?“

Stjórnarandstaðan pirruð yfir að fá að halda málþófinu áfram fram á nótt – „Hvaða leikrit er í gangi?“