fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Eyjan

Alþjóðlegi klósettdagurinn

Egill Helgason
Sunnudaginn 20. nóvember 2016 02:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar maður heyrir talað um alþjóðlega klósettdaginn er líklegt að manni stökkvi bros á vör eða skelli upp úr.

En svo hugsar maður aðeins og skilur hversu klósettdagurinn er merkilegur – þetta ætti eiginlega að vera stórhátíð.

Maður þarf ekki að pæla mikið til  átta sig á því hvílíkur ótrúlegur lúxus vatnsklósettið er í sögulegu og hnattrænu samhengi. Þetta er eitthvert stærsta skref í átt til aukinna lífsgæða í gervallri sögu mannkyns.

Kóngar og keisarar fortíðarinnar bjuggu ekki við slík þægindi, heldur máttu þeir ganga örna sinna á illa þefjandi, köldum og fúlum kömrum.

Ef þá slíku var til að dreifa – og ekki var aðbúnaður sauðsvarts almúgans betri. Og svoleiðis er ástandið í klósettmálum auðvitað víða um heim enn þann dag í dag – aðstaðan lítil sem engin, ill eða heilsuspillandi.

Þannig að dagurinn er ágætur til að íhuga ýmis forréttindi sem við höfum hér í hinum vestræna heimi og við teljum algjörlega sjálfsögð – en erum þrátt fyrir það býsna gjörn á að kvarta yfir hlutskipti okkar.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?