fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Eyjan

Úr Samfó í SFF

Egill Helgason
Laugardaginn 19. nóvember 2016 18:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það segir sitt um stöðu íslenskra jafnaðarmanna þegar einn af leiðtogum þeirra er orðinn framkvæmdastjóri og talsmaður Samtaka fjármálafyrirtækja strax eftir að hætta á þingi.

Þetta er ekki sagt til að kasta rýrð á persónu Katrínar Júlíusdóttur, hún var mjög frambærilegur stjórnmálamaður, en minna má á að stutt er síðan hún var talin koma sterklega til álita sem formaður Samfylkingarinnar, flokks jafnaðarmanna – sem brátt kann að heyra sögunni til. Hún hefði sennilega orðið formaður ef hún hefði viljað það.

En máski er þetta enn ein birtingarmyndin á vanda Samfylkingarinnar? Hún fékk það orð á sig að hún tæki frekar afstöðu með fjármálavaldinu og kröfuhöfum en almennum launþegum, það var að minnsta kosti skynjun margra, þetta var eitt af því sem olli fylgishruni hennar. Nú fer einn helsti leiðtogi jafnaðarmanna í hagsmunagæslu fyrir fjármálafyrirtæki – á sama tíma og tengslin við launþegahreyfinguna virðast afar veik.

Ein helsta meinsemdin í samfélagi nútímans er hversu mikið vald hefur færst til peninga- og fjármálastofnana. Og þetta er vald sem stjórnmálamenn hika við að takast á við – kannski af því þeir skilja það ekki alveg, kannski af því þeir þora það ekki, sumir af því þeir dá fjármálaöflin innst inni eða eru í notalegu sambandi við þau.

Fjármálastofnanir virðast nánast hafa sjálfdæmi um hvaða álögur þeir leggja á fólk vegna alls kyns viðskipta – og í nútímasamfélagi erum við öll skyldug til að vera nánum tengslum við þær með laun okkar, skuldir og það hvernig við greiðum fyrir vörur og þjónustu. Okkur er í raun ekki gefinn kostur á öðru. Það hefur lengi verið blautur draumur banka að losna endanlega við reiðufé.

Oft hefur flökrað að manni að innan Samtaka fjármálafyrirtækja fari fram samráð sem sé kannski ekki alveg eðlilegt. Ýmsir hafa vakið máls á þessu. Samkeppnin í bankageiranum á Íslandi er ekkert brjálæðisleg – en til þess eru hrútarnir kannski ekki skornir.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?