fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
Eyjan

Að bera fegurðinni vitni

Egill Helgason
Fimmtudaginn 17. nóvember 2016 16:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

fr_20161116_050461Sigurður Pálsson fékk í gær verðlaun Jónasar Hallgrímssonar. Hann á við erfið veikindi að stríða en ber þau með mikilli reisn. Er nýbúinn að gefa út afar sterka ljóðabók sem nefnist Ljóð muna rödd. Hann þýðir Uppljómanir eftir Rimbaud. Hann hélt ræðu við verðlaunaafhendinguna og vitnaði í Alsnjóa eftir Jónas, þetta dularfulla kvæði þar sem „hjartavörðurinn“ er á ferli og þar sem segir:

Einstaklingur, vertu nú hraustur!

Sigurður er einlægur menningarmaður, unnandi þess sem er fagurt og gott, og hann varaði við einangrunarhyggju og einvíddarhugsun í ræðu sinni.

Hann var í sérlega skemmtilegu viðtali í Fréttablaðinu fyrir fáum dögum og talaði þar um listina og fegurðina, vitnaði í orð sem hann hafði lesið eftir frægan arkitekt:

Þar segir Piano: Ég verð stöðugt sannfærðari um að listin getur bjargað heiminum. Og fegurðin getur bjargað heiminum. Þetta er ekki bara einhver heimskuleg, rómantísk hugmynd, þetta er sannleikur. Fegurðin er tilfinningareynsla, eitt af fáu sem getur keppt við annars konar og hættulega tilfinningareynslu: völd, stríð, sigur og ofbeldi. Listin er á vissan hátt eins og ástin: hún skiptir máli, hún er sterk.

Þetta er hugmynd sem endurómar í fyrsta kvæði ljóðaflokksins Raddir í loftinu í nýju bókinni. Og þetta er afar mikilvægt.

Hvað sem hver segir
byggir friður á réttlæti

Hvað sem hver segir
er fegurðin ekki skraut
heldur kjarni lífsins

Já gefðu mér rödd
gefðu mér spámannsrödd
til að bera fegurðinni vitni

Gefðu mér rödd
til að bera réttlætinu vitni

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Lögregla rúin trausti

Lögregla rúin trausti
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ragnar sakar Jón um að tala niður til þjóðarinnar og Jón minnir á söguna um litlu gulu hænuna

Ragnar sakar Jón um að tala niður til þjóðarinnar og Jón minnir á söguna um litlu gulu hænuna
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Hinn gullni tími“ – Trump missir sig í Hvíta húsinu

„Hinn gullni tími“ – Trump missir sig í Hvíta húsinu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í vikulangt frí daginn áður en eitt stærsta mál þessa þings var tekið til fyrstu umræðu

Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í vikulangt frí daginn áður en eitt stærsta mál þessa þings var tekið til fyrstu umræðu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur brýnir sinn gamla flokk – Vill að meira verði gert fyrir Breiðholtið

Vilhjálmur brýnir sinn gamla flokk – Vill að meira verði gert fyrir Breiðholtið