fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Eyjan

Er tímabært að greiða atkvæði um ESB?

Egill Helgason
Miðvikudaginn 16. nóvember 2016 18:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Er ástæða til að gera atkvæðagreiðslu um áframhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið að frágangsatriði í stjórnrmyndum?

Jú, þessu var lofað á sínum tíma og það var svikið. Þetta er ein ástæða þess að Viðreisn varð til. Í henni evrópu- og alþjóðasinnar sem margir koma úr Sjálfstæðisflokki – þeim finnst þeir líklega skuldbundnir til að halda þessa atkvæðagreiðslu.

En um hvað verður rætt ef hún fer til dæmis fram á næsta ári?

Við stöndum frammi fyrir óvissu  í alþjóðamálum. Bretland er við það að ganga úr Evrópusambandinu, en kjör Donalds Trump í Bandaríkjunum getur haft í för með sér að ríki Evrópu þurfi að þjappa sér þéttar saman. Trump fer háðulegum orðum um Nató – sem hefur verið meginstoð öryggis í Vestur-Evrópu frá stríðslokum. Þetta veldur áhyggjum, ekki síst í ríkjum Austur-Evrópu þar sem Rússar hafa uppi mikinn derring.

Það gæti meira að segja farið svo, ef Trump stendur við sín stóru orð, að ríkjum sem láta sér annt um lýðræði- og mannréttindi verði ekki lengur stætt á því að vera í varnarbandalagi með Bandaríkjunum.

Við vitum einfaldlega ekki hvernig fer – óvissan í heimsmálum hefur ekki verið meiri um áratuga skeið.

Á sama tíma eru uppi viðsjár vegna vaxandi hægri-pópúlisma og kynþáttaandúðar í Evrópu. Við Íslendingar erum sem betur fer að mestu lausir við stjórnmálaöfl af því taginu. En þau hafa komist til valda í nokkrum ríkjum Austur-Evrópu. Það kann einfaldlega svo að fara að sum þessara ríkja teljist ekki lengur húsum hæfar innan Evrópusambandsins.

Enn ríkir stöðnun í efnahagskerfi Evrópu og vandamál Grikklands eru óleyst. Þar hefur Evrópusambandið reynst úrræðalaust – einn vandinn er sá að hagsmunir efnahagsveldisins Þýskalands fara illa saman við hagsmuni ríkjanna við Miðjarðarhaf. Í þessu efni hefur evran reynst vera dragbítur.

En það hefur líka gerst að aðild Tyrklands að ESB er orðin miklu fjarlægari en fyrr – það eru dyr sem eru algjörlega að lokast miðað við stjórnarhætti Erdogans.

Það gæti vel farið svo að Evrópusambandið verði álitlegri kostur eftir nokkur ár – en svo getur það líka gerst að Íslendingar verði enn meira afhuga aðild. Það veltur bæði á þróun heimsmála og því hvernig Evrópusambandinu tekst að leysa vandamál sín. Næstu misseri eru varla tíminn til að deila um það eða greiða atkvæði – óvissan er einfaldlega of mikil.

Á sama tíma skulum við ekki gleyma því að við erum nokkuð djúpt inni í samstarfi Evrópuríkja – með aðild að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“