fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Eyjan

Bjarni heldur spilunum þétt að sér

Egill Helgason
Sunnudaginn 13. nóvember 2016 14:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er nokkuð athyglisvert að fylgjast með því hvernig Bjarni Benediktsson heldur utan um stjórnarmyndunarviðræðurnar. Hann hefur haldið fundi í fjármálaráðuneytinu og í Ráðherrabústaðnum – það eru tveir hásalir valdsins og kannski ekki alveg comme il faut – en nú mun hann vera farinn með teymi sitt, Viðreisn og Bjarta framtíð upp í sveit að því er sögur herma.

En það vekur ekki síður athygli hverja Bjarni velur í hópinn sem fer í viðræðurnar af hálfu Sjálfstæðisflokksins. Þarna eru tveir nýkjörnir þingmenn og óreyndir, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Teitur Björn Einarsson, og svo Svanhildur Hólm Valsdóttir sem hefur lengi verið aðstoðarmaður Bjarna. Teitur hefur reyndar líka aðstoðað Bjarna, svo segja má að hann haldi spilunum þétt að sér.

Reyndir þingmenn eru hins vegar víðs fjarri eins og til dæmis Kristján Þór Júlíusson og Guðlaugur Þór Þórðarson – en sá síðarnefndi hefur nú setið næstlengst á þingi af þeim sem hlutu kosningu fyrir hálfum mánuði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Nýjar ógnir og nýtt RÚV

Þorsteinn Pálsson skrifar: Nýjar ógnir og nýtt RÚV
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Mogginn vill leiðrétta mannréttindabrot en bara „hóflega“

Svarthöfði skrifar: Mogginn vill leiðrétta mannréttindabrot en bara „hóflega“
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennafrídagurinn breytti öllu

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennafrídagurinn breytti öllu
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Kerfislega mikilvægt fyrirtæki í vanda

Kerfislega mikilvægt fyrirtæki í vanda