fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Eyjan

Ótíðindi úr vestri

Egill Helgason
Miðvikudaginn 9. nóvember 2016 08:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríkin taka óskaplega langan tíma til að velja sér forseta, má segja að hálft kjörtímabil sé lagt undir ferlið. Maður skyldi halda að þetta stuðlaði að því að valið yrði afar vandað, en því fer fjarri. Sýndarmennska og skrípalæti einkenna ferilið. Nú er sagt að við lifum á tíma post fact stjórnmála, þar sem staðreyndir skipti ekki máli lengur, samskiptamiðlar og sjónvarpsfréttir allan sólarhringinn eiga sinn þátt í því. Þetta hefur verið eitt helsta einkenni kosninganna vestra. Trump er maður sem kemur úr raunveruleikasjónvarpi og talar í samsæriskenningum.

Nú verður ekki horft framhjá því að Trump sigraði í kosningunum í gær. Hann verður forseti næstu fjögur árin. Í raun er þetta eins og ferðalag út í óvissuna – í heimi sem virkar frekar ótryggur fyrir. Trump er skrítið svar við kreppunni sem byrjaði 2008 – eftir kreppuna sem hófst 1929 kusu Bandaríkjamenn Roosevelt. Trump lofar að gera Ameríku mikla á nýjan leik – það er ekki líklegt að honum takist það. Mesta vandamálið í Bandaríkjum samtímans er hinn mikli ójöfnuður milli ríkra og snauðra. Trump virðist ekki hafa neitt plan. Líkleg niðurstaða er að stjórnmál í Bandaríkjunum verði enn átakameiri, bandaríska þjóðin mun pólaríserast og líklegt er að átök milli kynþátta harðni.

Við verðum að lifa með þessari staðreynd hér austanhafs. Ljóst er að Evrópa hlýtur að vera mjög á verði. Þetta kallar á samstöðu lýðræðisríkja í Evrópu. Við kosningu Trumps missa Bandaríkin geysilega tiltrú. Tilfinningin út um alla heim er að Bandaríkin hafi valið forseta sem er ekki hæfur til að gegna embætti. Hvernig ríkisstjórn nær Trump að setja saman? Hvað mun hann ganga langt í að framfylgja öllum skelfilega orðavaðlinum úr kosningabaráttunni? Um loftslagsbreytingar, Nató, múslima, Mexíkó og ýmislegt fleira.

Kannski er eitt einkenni Trumps að hann hefur í raun ekkert innihald, engan kjarna – hann er ekkert nema sýndarmennskan ein og einn möguleikinn er að nú reyni hann að ganga í augum á  leiðtogum á alþjóðavettvangi – þ.e. öðrum en Pútín.

Við lifum í heimi þar sem traust á hefðbundnum stjórnmálum hefur minnkað verulega og er komið í hættulegar lægðir. En þarna er sterk áminning um að við megum varast hvað við fáum í staðinn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Könnun – Ísland og Evrópusambandið

Könnun – Ísland og Evrópusambandið