fbpx
Föstudagur 16.maí 2025
Eyjan

Hvað er allt fólkið að gera?

Egill Helgason
Mánudaginn 7. nóvember 2016 20:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mánudagur í nóvember. Það er rigning, ekkert skyggni, vindurinn blæs, mjög þungbúið. En miðbærinn er troðfullur af ferðamönnum. Það er fullt inni á öllum veitingahúsum, líka lélegu veitingahúsunum. Sumir túristarnir reyna að nota regnhlífar, en vita ekki að það er vonlaust á Íslandi.

Við göngum úr Skipholti niður Brautarholtið yfir Hlemminn. Í hverfinu þarna í kring úir og grúir af nýjum hótelum. Maður kann ekki að nefna þau. Þetta er dálítið grámyglulegt, mikil steinsteypa, hvergi sést grænn blettur. Það vantar ekkert upp á þéttingu byggðarinnar þarna.

Svo gengur maður niður aðalgötuna, Laugaveginn. Upplifir það eins og maður sé eini Íslendingurinn fyrir utan einn róna sem hímir við hraðbanka.

Og maður spyr – hvað er allt þetta fólk að gera hérna?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Heimóttarskapur er erfiður andstæðingur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Heimóttarskapur er erfiður andstæðingur
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Furðar sig á pólitísku leikriti – „Þegar ráðherra var á leiðinni ákvað stjórnarandstaðan að taka sig af mælendaskrá og láta sig hverfa úr húsi“

Furðar sig á pólitísku leikriti – „Þegar ráðherra var á leiðinni ákvað stjórnarandstaðan að taka sig af mælendaskrá og láta sig hverfa úr húsi“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingmaður Sjálfstæðisflokks skammar ráðherra fyrir málskostnað sem hennar eigin ríkisstjórn stofnaði til

Þingmaður Sjálfstæðisflokks skammar ráðherra fyrir málskostnað sem hennar eigin ríkisstjórn stofnaði til
Eyjan
Fyrir 1 viku

Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í vikulangt frí daginn áður en eitt stærsta mál þessa þings var tekið til fyrstu umræðu

Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í vikulangt frí daginn áður en eitt stærsta mál þessa þings var tekið til fyrstu umræðu