fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Eyjan

Forsetinn hirtir Kjararáð

Egill Helgason
Miðvikudaginn 2. nóvember 2016 11:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðni Th. Jóhannesson forseti kýlir Kjararáð kalt með því að afþakka hina ríflegu launahækkun sem hún ákvað og lýsa vanþóknun á henni.

Ég bað ekki um þessa kauphækkun. Ég vissi ekki af þessari kauphækkun. Ég þarf ekki þessa kauphækkun.

Þetta eru feikilega sterk orð. Þegar forsetinn stígur svona fram er óhugsandi annað en að málið komi til kasta Alþingis þegar það kemur saman aftur. Guðni segist beinlínis vænta þess að þingið „vindi ofan af þessari ákvörðun“.

Það er líka athyglisvert að heyra, og reyndar hefur verið uppi kvittur um það síðustu daga, að meðal alþingismanna og leiðtoga flokkanna hafi verið vitneskja um að þessi mikla hækkun væri á leiðinni fyrir kjördag. Þeir hafi hins vegar kosið að þegja.

Andri Geir Arinbjarnarson, sem skrifar pistla hér á Eyjuna, spyr í nýrri grein hvað vaki fyrir Kjararáði.

Nú eru það ekki bankamenn eða erlendir kröfuhafar sem ógna stöðugleika. Það gerir Kjararáð og þeir 5 einstaklingar sem þar sitja og tóku ákvörðun sem þeir geta ekki eða vilja ekki útskýra eða verja.

Gaman væri að sjá formann Kjararáðs fyrir framan Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmann frá Bandaríkjunum. Formaðurinn kæmist ekki upp með neitt múður þar. Því miður eru íslenskir stjórnmálamenn ekki með bein í nefinu þegar kemur að embættismannaelítu landsins. Menn fela sig á bak við „ráðið“ þó auðvitað séu það einstaklingar sem tóku ákvörðunina.

Það er hins vegar algjört lágmark að formaður Kjararáðs útskýri vinnubrögð nefndar sinnar og birti þau gögn og rök sem hér liggja að baki. Þá þarf að upplýsa hvort allir 5 nefndarmenn hafi verið þessu samþykkir og hvort einhver þeirra hafi bókað áhyggjur af stöðugleikaógn samfara svona ákvörðun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Nýjar ógnir og nýtt RÚV

Þorsteinn Pálsson skrifar: Nýjar ógnir og nýtt RÚV
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Mogginn vill leiðrétta mannréttindabrot en bara „hóflega“

Svarthöfði skrifar: Mogginn vill leiðrétta mannréttindabrot en bara „hóflega“
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennafrídagurinn breytti öllu

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennafrídagurinn breytti öllu
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Kerfislega mikilvægt fyrirtæki í vanda

Kerfislega mikilvægt fyrirtæki í vanda