fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Eyjan

Erlenda pressan mætt enn einu sinni

Egill Helgason
Föstudaginn 28. október 2016 11:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er makalaust að verða vitni að því hversu áhugi erlendra fjölmiðla á kosningunum er mikill. Nú er ekki eins og atburðir í þessu 330 þúsund manna samfélagi hafi heimssögulega þýðingu, en samt er heimspressan að fylgjast með. Sjálfur hef ég verið að svara fyrirspurnum frá nokkrum af þekktustu fjölmiðlum í heimi og ég veit að svo er um fleiri blaðamenn, stjórnmálaskýrendur og stjórnmálafræðinga hér.

Áðan var ég til dæmis í annað skipti á þessu ári í spjalli við eitt stærsta dagblað í heimi, Asahi Shimbun í Japan. Þar er mikill áhugi á Íslandi – og reyndar velvilji líka.

Öðruvísi manni áður brá. Það var ekki eins og greint væri frá kosningaúrslitum á Íslandi í erlendum fjölmiðlum. Kannski kom einhvers staðar eindálkur. Ég man reyndar eftir frétt í frönsku blaði þegar borgarstjórnarmeirihluti Sjálfstæðisflokksins féll 1978.

Nú eru aðrir tímar. Ísland er stöðugt í fréttum – langt umfram mikilvægi landsins. Þetta byrjaði í hruninu þegar fjölmiðlar heimsins streymdu hingað, ég man eftir blaðamönnum sem komu hingað nánast af vígvellinum, í khaki-fötum, eins og við værum hér í framlínu heimsviðburða.

Svo kom gosið í Eyjafjallajökli, kosningar, Icesave-atkvæðagreiðslurnar, aftur kosningar, Panamaskjölin, landsliðið í fótbolta og enn einar kosningar.

Þær vekja athygli núna fyrst og fremst vegna tveggja hluta: Erlendu fjölmiðlarnir sjá þær sem eftirmála Panamahneykslisins og svo eru það Píratarnir sem vekja forvitni, eru náttúrlega óvenjuleg stjórnmálahreyfing, líka í alþjóðlegu samhengi.

Það er eitt sem erlendu fjölmiðlamennirnir nefna – sem er að útbreidd ónánægja með hefðbundin stjórnmál taki víðast hvar á sig ógeðfelldari myndir en hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Undirhundur

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Undirhundur
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir Valhöll til sölu

Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir Valhöll til sölu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Nýjar ógnir og nýtt RÚV

Þorsteinn Pálsson skrifar: Nýjar ógnir og nýtt RÚV
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennafrídagurinn breytti öllu

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennafrídagurinn breytti öllu