fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Eyjan

Fer þessu ekki að ljúka?

Egill Helgason
Miðvikudaginn 26. október 2016 08:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Því verður varla lýst með orðum hvað kosningar í Bandaríkjunum eru orðnar óskemmtilegar. Þeim mun gífuryrtari sem frambjóðendur eru, þeim mun meiri líkur eru á að þeir fái athygli. Það er skelfing að fylgjast með því hvernig fjölmiðlar lepja upp hroðann og dreifa honum af áfergju. Hugsjónir blaðamennsku um gagnrýna hugsun og sjálfstæða dómgreind fá að fjúka út í veður og vind.

Það er tillhlökkunarefni að forsetaskrípaleiknum í Bandaríkjunum lýkur eftir tíu daga. Maður er búinn að fá yfirdrifið nóg af þessu og langar ekki að sjá meira. En kemst varla hjá því. Þetta er eins og íþróttakappleikur sem hefði átt að vera löngu búið að flauta af.

Svo er vitað að þetta byrjar fljótt aftur. Forsetakjör í Bandaríkjunum tekur svo langan tíma núorðið að maður trúir því varla að nokkur tími sé til að stjórna landinu. Innan fárra missera verða menn farnir að mæna á næstu kosningar.  Þetta er ótrúlega langdregið, leiðinlegt – og skaðlegt – ferli, skrípamynd lýðræðis.

Fjölmiðlarnir munu heldur ekki hafa lært neitt, þótt einhverja iðrun megi kannski finna nú þegar hillir undir kjördag. Það verður áfram sama áherslan á áhorfstölur, hvað sem það kostar, sami smelludólgahátturinn, og víst að það fyrsta sem sekkur með þessu er heilbrigð og gagnrýnin þjóðfélagsumræða.

 

screen-shot-2016-10-25-at-23-57-14

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“