fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Eyjan

Skilti og lukt

Egill Helgason
Þriðjudaginn 25. október 2016 20:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég setti þessa mynd hér á vefinn fyrir nokkru, hún sýnir lækinn í Reykjavík, sem Lækjargata heitir eftir, séðan með myndavél Daniels Bruun frá því kringum aldamótin 1900.

Maður veltir fyrir sér sögu konunnar sem gengur þarna út á brúnna, á leið upp Bakarabrekkuna, barnsins sem er á undan henni og grípur í handriðið, en svo fór ég að skoða skiltið sem er þarna, ég sé ekki hvað á því stendur, og lugtina sem er falleg í sjálfri sér, en hefur brotnað þannig að eftir er bara grindin sem hefur verið utan um ljóskerið.

Það verður að segjast eins og er að flest á myndinni er frekar hrörlegt. Og ef luktarinnar hefur ekki notið við hefur sjálfsagt verið mjög dimmt þarna að kvöldlagi.

 

screen-shot-2016-10-13-at-08-34-06-1024x739

 

Svo sá ég þessa mynd á vefnum Gamlar ljósmyndir. Hún er miklu skýrari, þarna sér maður bæinn betur, flestöll húsin á myndinni eru horfin, en þau tvö fremstu til vinstri hafa verið endurbyggð. Svo glittir í Pósthússtræti 3 lengst til hægri, en það hús sem var byggt sem barnaskóli 1882 en var svo pósthús, síðan lögreglustöð, svo aftur pósthús, en hýsir nú starfsemi Hins hússins.

Þetta er Lækjartorg, þar er garður með girðingu, skólprenna er meðfram götunni hægra megin. Byggðin er fremur lágreist. Steinhúsið fyrir miðri mynd er bygging Landsbankans sem var reist skömmu fyrir aldamótin 1900, en hún brann í brunanum mikla 1915.

En það eru skiltið og luktin sem ég rak augun í. Þarna er nefnilega skiltið sem sést á fyrri myndinni og verður að segja að það er ekkert sérlega tignarlegt, þetta er spýta sem er negld á bjálka, en það væri gaman að vita hvað stendur á því. Svo er þarna sama luktin, nema þarna er hún heil, með gleri og öllu, og hefur væntanlega getað lýst þeim sem áttu leið yfir lækinn.

 

14680647_10209062379451242_3648949291626691444_n

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Undirhundur

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Undirhundur
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir Valhöll til sölu

Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir Valhöll til sölu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Nýjar ógnir og nýtt RÚV

Þorsteinn Pálsson skrifar: Nýjar ógnir og nýtt RÚV
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennafrídagurinn breytti öllu

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennafrídagurinn breytti öllu