fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Eyjan

Hinar mjög svo ólíku skoðanakannanir

Egill Helgason
Laugardaginn 1. október 2016 11:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér eru þrjár skoðanakannanir sem hafa birst undanfarna daga. Sú fyrri kom í gær, það er hinn mánaðarlegi Þjóðarpúls Gallups sem birtist á Rúv.

 

screen-shot-2016-10-01-at-11-21-33

 

Þarna er Sjálfstæðisflokkurinn með 23,7 prósenta fylgi, Píratar með 20,6, Vinstri græn með 15,6, Viðreisn með 13, 4, Samfylkingin með 8,5 prósent, Framsóknarflokkurinn með 8,2 prósent, Björt framtíð með 4,7 prósent, Íslenska þjóðfylkingin með 3 prósent, Dögun 1 prósent.

Um aðferðafræðina segir:

Könnunin var gerð dagana 16. til 29. september. Heildarúrtaksstærð var 3.035 og þátttökuhlutfall var 59,2 prósent. Vikmörk á fylgi við flokka er 1,1 til 2,2 prósent.

 

screen-shot-2016-10-01-at-11-34-38

 

Hér er svo skoðanakönnun 365 frá 26. september. Niðurstöðurnar eru býsna ólíkar. Sjálfstæðisflokkurinn er með 34,6 prósent, Píratar eru með 19,9 prósent, Vinstri græn eru með 12,9 prósent, Framsóknarflokkurinn með 12,6 prósent, Viðreisn með 7,3, Samfylkingin með 5,9 prósent, Björt framtíð með 3,6 prósent og Íslenska þjóðfylkingin með 1,5 prósent.

Það vekur mesta athygli að munurinn á fylgi Sjálfstæðisflokksins milli kannananna er heil 11 prósentustig, varðandi Framsókn er hann 4,4 prósentustig og Viðreisn 5, 1 prósentustig. Samkvæmt seinni könnuninni er Samfylkingin komin á hættusvæði að detta út af þingi, en lítill munur er á fylgi Píratanna milli kannana.

Aðferðafræðinni var lýst svo:

Könnun Fréttablaðsins var gerð þannig að hringt var í 960 manns þar til náðist í 800 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki þann 26. september. Svarhlutfallið var 83,3 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var spurt Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða einhvern annan flokk? Það er gert í samræmi við aðferðafræði sem þróuð var á Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Alls tóku 51,5 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar.

 

screen-shot-2016-10-01-at-11-45-58

 

Loks er það svo skoðanakönnun MMR frá því fyrr í vikunni. Þar er enn ein mælingin á Sjálfstæðisflokknum sem stingur í stúf við aðrar kannanir. Þarna er hann með 20,6 prósent, það munar heilum 14 prósentustigum á þessu og könnun 365. Framsókn er þarna á svipuðu róli og hjá 365, en mun hærri en hjá Gallup. Aftur eru það Píratarnir sem eru á svipuðu róli, en Viðreisn og Samfylking eru allmikið hærri en hjá 365.

Aðferðafræðinni er lýst svona:

Úrtak: Einstaklingar 18 ára og eldri, valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR.
Álitsgjafar MMR eru valdir úr Þjóðskrá þannig að þeir endurspegli lýðfræðilega samsetningu þjóðarinnar á hverjum tíma.
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 985 einstaklingar, 18 ára og eldri
Dagsetning framkvæmdar: 20. til 26. september 2016. Lagðar voru allt að þrjár spurningar fyrir svarendur um stuðning þeirra við stjórnmálaflokka. Allir voru spurðir spurningar 1: „Ef kosið yrði til Alþingis í dag, hvaða flokk myndir þú kjósa?“. Þeir sem svöruðu „Veit ekki/óákveðin(n)“ við spurningu 1 voru því næst spurðir spurningar 2: „En hvaða flokkur yrði líklegast fyrir valinu?“. Ef aftur var svarað „Veit ekki/óákveðin(n)“ þá voru þátttakendur að lokum spurðir spurningar 3: „Hvort er líklegra að þú kysir Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern hinna flokkanna?“. Fjölda þeirra sem svaraði „einhvern hinna“ í spurningu 3 var skipt milli annarra flokka en Sjáflstæðisflokksins í sama hlutfalli og fylgi þeirra var skv. spurningum 1 og 2. Samtals voru 80,4% sem gáfu upp afstöðu til flokka, aðrir kváðust óákveðnir (7,4%), myndu skila auðu (7,2%), myndu ekki kjósa (1,7%) eða vildu ekki gefa upp afstöðu sína (3,4%).

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin