fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
Eyjan

Íslendingur ræðst á ungan mann með rasistaupphrópunum, bítur eyrað af öðrum

Egill Helgason
Þriðjudaginn 27. september 2016 21:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vefur Berliner Zeitung, götublaðs í Berlín. Hér segir frá Íslendingi, þannig er það orðað í fréttinni og sagt að hann sé 43 ára,  sem sat í lest í Berlín og réðist að ungum manni með svívirðingum. Kallaði hann Bin Laden, spurði hvort hann ætlaði ekki að ákalla Allah og sprengja sprengju í lestinni. Segir að ungi maðurinn hafi varla brugðist við, heldur látið þetta yfir sig ganga.

Íslendingurinn reyndi að æsa aðra farþega upp á móti honum. Þá steig fram Alexander B. til varnar unga manninum. Urðu nokkrar stympingar sem enduðu með því að Íslendingurinn beit stóran hluta eyrans af Alexander.

Þetta mun hafa gerst á sunnudag samkvæmt frásögn blaðsins. Segir í fréttinni að tilraun verði gerð til að sauma eyrað á Alexander en Íslendingurinn sitji í varðhaldi og verði leiddur fyrir dómara á næstu dögum.

 

Screen Shot 2016-09-27 at 21.13.12

 

Og hér er fréttin eins og hún birtist hjá Bild Zeitung. „Brjálaður Íslendingur beit af mér eyrað.“

 

Screen Shot 2016-09-27 at 22.29.26

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hún er samsæriskenningasmiður, andstæðingur bóluefna og getnaðarvarna – Nú verður hún landlæknir og aðalráðgjafi Trump

Hún er samsæriskenningasmiður, andstæðingur bóluefna og getnaðarvarna – Nú verður hún landlæknir og aðalráðgjafi Trump
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Er Bergþór Ólason orðinn helsti siðgæðisvörður Alþingis?

Orðið á götunni: Er Bergþór Ólason orðinn helsti siðgæðisvörður Alþingis?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Heiðrún Lind um auglýsingarnar umdeildu: „Fátt sem að við höfum gert sem ákveðnum aðilum líkar vel við”

Heiðrún Lind um auglýsingarnar umdeildu: „Fátt sem að við höfum gert sem ákveðnum aðilum líkar vel við”
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Aumkunarverð framganga stjórnarandstöðunnar – málþóf, tafaleikir og bjánataktar – samtök sægreifa með útsendara í þinghúsinu

Orðið á götunni: Aumkunarverð framganga stjórnarandstöðunnar – málþóf, tafaleikir og bjánataktar – samtök sægreifa með útsendara í þinghúsinu