fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Eyjan

„Hefði rústað kosningabaráttu Pírata“

Egill Helgason
Fimmtudaginn 15. september 2016 07:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við erum á leið í kosningar. Það hefur verið talið að þær muni helst snúast um heilbrigðis- og velferðarmál og húsnæðismál (þ.m.t. vaxtaánauðina). Þetta hafa virst ætla að verða helstu kosningamálin. En svo hafa menn nefnt kvóta og stjórnarskrá.

En nú er búvörusamningur allt í einu aðalmálið. Landbúnaðarkerfið. Það er meira að segja komin í gang áskriftasöfnun þess efnis að fá Guðna forseta til að neita að staðfesta samninginn. Hún verður sjálfsagt í gangi fram í næstu viku, þá kemur í ljós hvort hún nær einhverju flugi eða fjarar út.

Allir stjórnmálaflokkar á Alþingi reyndust vera meðvirkir gagnvart samningnum, annað hvort greiddu þeir atkvæði með eða sátu hjá – utan Björt framtíð sem kaus á móti.

Það hefur löngum reynst erfitt að hrófla við landbúnaðarkerfinu á Íslandi – og það á við um fleiri kerfi sem við komum okkur upp. Kerfin vaxa okkur yfir höfuð; hagsmunirnir eru feikisterkir og tregðulögmálin ríkjandi.

En hvers vegna greiða stjórnarandstöðuflokkarnir, sem í orði kveðnu eru á móti búvörusamningnum, ekki atkvæði gegn honum?

Svanur Kristjánsson, prófessor í stjórnmálafræði og áhrifamaður í röðum Pírata, skrifar hreinskilnislega:

Að greiða atkvæði gegn samningnum án þess að hafa aðra heilstæða og þingtæka tillögu hefði rústað kosningabaráttu Pírata í þremur kjördæmum af sex.

Auðvitað er þetta sennileg skýring. Flokkarnir eru hikandi við að fara í kosningabaráttu í dreifbýlu kjördæmunum og þurfa þar að ræða landbúnaðarmálin. Þá langar afskaplega lítið að þetta verði að kosningamáli.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Gamalkunnur söngur bankanna ómar – þarf kannski bara að breyta leikreglunum?

Orðið á götunni: Gamalkunnur söngur bankanna ómar – þarf kannski bara að breyta leikreglunum?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?