fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Eyjan

Uppstilling ehf.

Egill Helgason
Miðvikudaginn 14. september 2016 19:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórarinn Eldjárn opnar vefsíðu um ritstörf sín og -verk. Slóðin er einfaldlega thorarinn.eldjarn.is.

Efst á síðunni er að finna sögu úr nýju smásagnasafni eftir Þórarin sem kemur út í haust og nefnist Þættir af séra Þórarinum og fleirum.

Sagan heitir Uppstilling ehf. Þarna er tenging við prófkjör stjórnmálaflokka sem hafa valdið svo mikilli úlfúð undanfarið. Hér er málsgrein úr henni:

Nú þegar þessu kerfi væri ógnað af upplausnaröflum og það talið komið að fótum fram ef marka mætti kannanir og almannaróm með sinn „kraumandi og viðbrunna austurvelling“, þá væri vissulega kominn tími til að spyrna við fótum. Eftir að hafa legið yfir málinu hefði hann komist að því hvar vandinn lægi. Semsé: það mannval sem safnaðist á framboðslista flokkanna væri ósköp einfaldlega ekki nógu gott og þar með sætum við á endanum uppi með þingheim sem væri meira og minna óhæfur og lítt til annars fær en að ræða fundarstjórn forseta eða berja hver annan í hausinn með því sem hinir hefðu sagt í fyrra eða hitteðfyrra. Þetta síðastnefnda kallaði hann „annað-hljóð-í-strokkinn-pólitík“.

 

 

xthorarinn.jpg.pagespeed.ic.6sjMvJDp8Q

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Gamalkunnur söngur bankanna ómar – þarf kannski bara að breyta leikreglunum?

Orðið á götunni: Gamalkunnur söngur bankanna ómar – þarf kannski bara að breyta leikreglunum?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?