fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
Eyjan

Flækjur í Framsókn

Egill Helgason
Miðvikudaginn 14. september 2016 12:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ætli þetta sé ekki þrjóska. Ég mun aldrei gefast upp fyrir skíthælunum sem hafa þráð að drepa mig frá því ég byrjaði í pólitík. Ef þeim tekst ætlunarverk sitt verður það aðeins með því að þeim takist að fá framsóknarmenn sjálfa, fólkið sem ég hef verið að vinna fyrir til að sjá um aftökuna.

Þetta eru óbreytt orð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Það er ekki auðvelt að henda reiður á ófriðnum innan Framsóknarflokksins. Á einum stað stóð að þetta væru átök milli landshluta, en sú skýring nær ekki utan um atburðarásina. Sigmundur minnir varaformann sinn, Sigurð Inga Jóhannsson, að þeir hafi innsiglað það með faðmlagi að Sigurður Ingi færi fram ekki gegn honum. En það sauð á Sigurði á miðstjórnarfundi flokksins um helgina, ekki var einu sinni gert ráð fyrir því að hann fengi að ávarpa fundinn, sjálfur forsætisráðherrann.

Sunnlendingurinn Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður flokksins, styður Sigmund ekki lengur. Það hefur jafnvel verið litið á Guðna sem einhvers konar kingmaker innan flokksins. Lengi vel var hann óbilandi í stuðningnum við Sigmund – hann var einn þeirra sem hóf hann upp til metorða og mærði hann án afláts.

Nú má jafnvel segja að tveir helstu pólitísku guðfeður Sigmundar hafi snúið við honum baki – Guðni og Ólafur Ragnar Grímsson.

Gunnar Bragi Sveinsson úr Norðvesturkjördæmi er dyggasti stuðningsmaður Sigmundar, en sagt er að sjálfur Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri í Skagafirði, vilji að honum sé skipt út. Gunnar Bragi íhugar varaformannsframboð og það gerir Lilja Alfreðsdóttir líka samkvæmt nýjustu fréttum. Hún hefur verið talin hliðholl Sigmundi Davíð, en hefur þó ekki heyrst taka sterka afstöðu í átökunum undanfarið. Það má kannski orða það svo að hún sitji enn á girðingunni.

Þá er auðvitað ekki komið fram ennþá hvort Sigurður Ingi sé reiðubúinn að fara gegn Sigmundi í formannsslag. Þar er reyndar kominn annar mótframbjóðandi, Sveinbjörn Eyjólfsson, hann talar um laskað orðspor flokksins og „vonlausa baráttu að verja geymslu fjármuna á Tortóla“.

Ein lendingin sem hefur heyrst nefnd væri sú að bæði Sigmundur Davíð og Sigurður Ingi gæfu eftir og Lilja tæki einfaldlega við formennskunni á flokksþinginu síðar í haust. Hjá Framsókn snýst þetta oft um möguleikana á að komast í ríkisstjórn. Framsókn líður ekki vel utan ríkisstjórnar. Hvert þeirra er líklegast til að skila flokknum þangað?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Thomas Möller skrifar: Evrópa er á fleygiferð

Thomas Möller skrifar: Evrópa er á fleygiferð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hún er samsæriskenningasmiður, andstæðingur bóluefna og getnaðarvarna – Nú verður hún landlæknir og aðalráðgjafi Trump

Hún er samsæriskenningasmiður, andstæðingur bóluefna og getnaðarvarna – Nú verður hún landlæknir og aðalráðgjafi Trump
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stjórnarandstaðan pirruð yfir að fá að halda málþófinu áfram fram á nótt – „Hvaða leikrit er í gangi?“

Stjórnarandstaðan pirruð yfir að fá að halda málþófinu áfram fram á nótt – „Hvaða leikrit er í gangi?“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Ekki benda á mig, segir sérstakur – ríkissaksóknari rannsakar eigin gjörðir

Svarthöfði skrifar: Ekki benda á mig, segir sérstakur – ríkissaksóknari rannsakar eigin gjörðir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Diljá Mist Einarsdóttir: Þú veist aldrei með hverjum þú getur fest inni í lyftu

Diljá Mist Einarsdóttir: Þú veist aldrei með hverjum þú getur fest inni í lyftu