fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
Eyjan

Gamla Hringbrautin og þar í kring

Egill Helgason
Þriðjudaginn 6. september 2016 23:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér eru þrjár ljósmyndir sem eiga það sameiginlegt að sýna allar götuna sem eitt sinn nefndist Hringbraut. Hringbrautin var nefnilega, líkt og nafnið gefur til kynna, hugsuð sem hringvegur kringum byggðina í Reykjavík. En svo fór hún að færast út fyrir Hringbrautina, það gerðist strax í kringum stríð, og hugmyndin varð úrelt. Hringbrautin skiptist þá – og úr urðu Hringbraut og Snorrabraut.

Ég hef heyrt gamla Reykvíkinga tala um Snorrabrautina sem Hringbraut.

 

14203095_10210783013240535_3279218039113417692_n

 

Á þessari loftmynd má sjá hvernig Hringbrautin sveigist framhjá Landspítalanum. Það má sjá braggahverfi á Skólavörðuholti, en Heilsuverndarstöðin er enn ekki risin. Það er því víst að myndin er tekin á stríðsárunum eða skömmu eftir stríðslok. Við enda Hringbrautar var lengi Miklatorg – það er ekki orðið til þarna.

 

14196183_10210783023920802_6686337319336656548_o

 

Á þessari mynd sést Snorrabrautin. Myndin er að líkindum tekin í kringum 1960. Þetta er greinilega á Sumardaginn fyrsta. Þarna eru skátar í búningum, en það má sjá snjóföl í Esjunni. Grasið er sinugult. Skátar gengu fylktu liði á Sumardaginn fyrsta. Skátaheimilið var í bragga við Snorrabraut en þar var líka í bragga dansskóli Hermanns Ragnars – fjölmargir sem voru ungir á þessum árum sóttu danstíma þar.

 

14102774_10207663517088158_937915530213891764_o

 

Þriðja myndin er tekin á nýársdag 1974 af Ólafi Sigurðssyni. Horft er yfir Hljómskálagarð til Öskjuhlíðar. Það sem vekur athygli líkt og á öðrum gömlum myndum frá Reykjavík er trjáleysið. Neðrihluti Öskjuhlíðar er nú hulinn skógi, en þarna má greinilega sjá hitaveitustokkinn sem liggur upp hlíðina. Perlan er auðvitað hvergi sýnileg, þarna eru gömlu hitaveitutankarnir efst á hæðinni, þar ofan á kom Perlan, en stóru tankarnir tveir voru rifnir.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Thomas Möller skrifar: Evrópa er á fleygiferð

Thomas Möller skrifar: Evrópa er á fleygiferð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hún er samsæriskenningasmiður, andstæðingur bóluefna og getnaðarvarna – Nú verður hún landlæknir og aðalráðgjafi Trump

Hún er samsæriskenningasmiður, andstæðingur bóluefna og getnaðarvarna – Nú verður hún landlæknir og aðalráðgjafi Trump
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stjórnarandstaðan pirruð yfir að fá að halda málþófinu áfram fram á nótt – „Hvaða leikrit er í gangi?“

Stjórnarandstaðan pirruð yfir að fá að halda málþófinu áfram fram á nótt – „Hvaða leikrit er í gangi?“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Ekki benda á mig, segir sérstakur – ríkissaksóknari rannsakar eigin gjörðir

Svarthöfði skrifar: Ekki benda á mig, segir sérstakur – ríkissaksóknari rannsakar eigin gjörðir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Diljá Mist Einarsdóttir: Þú veist aldrei með hverjum þú getur fest inni í lyftu

Diljá Mist Einarsdóttir: Þú veist aldrei með hverjum þú getur fest inni í lyftu