fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
Eyjan

Lögfræðingar og Sjálfstæðisflokkurinn

Egill Helgason
Sunnudaginn 4. september 2016 10:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er svosem ekki nýtt að offramboð hafi verið á lögfræðingum á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Leiðin var svona hjá mörgum: Þeir fóru í MR, Heimdall, í lögfræðina, aðeins í stúdentapólitíkina og svo á lista hjá flokknum.

Bjarni Benediktsson, Jóhann Hafstein, Geir Hallgrímsson, Auður Auðuns, Gunnar Thoroddsen, Ragnhildur Helgadóttir Þorsteinn Pálsson, Friðrik Sophusson, Davíð Oddsson, Sólveig Pétursdóttir, Björn Bjarnason – þetta eru allt lögfræðingar og svo má telja áfram.

Stundum höfðu sjálfstæðismenn áhyggjur af því hvað framboðið af lögfræðingum var mikið. 1979 fór til dæmis fram mjög stórt prófkjör hjá flokknum. Ein niðurstaða þess var að Pétur Sigurðsson, kallaður sjómaður, datt niður fyrir það sem gat talist öruggt þingsæti. Þá var regla hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík að hafa ávallt einn fulltrúa verkalýðshreyfingarinnar á lista.

Það varð úr að Ellert B. Schram, einn lögfræðingurinn, vék úr sæti sínu til að Pétur gæti komist að. Fyrir þetta var Ellert mærður í leiðara í Morgunblaðinu. Hann komst ekki inn á þing í það skiptið.

 

Screen Shot 2016-09-04 at 10.44.59

 

Guðmundur Magnússon, sagnfræðingur og blaðamaður, tók eitt sinn þátt í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokknum. Hann skrifar á Facebook-síðu sína:

Þegar ég tók þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir um aldarfjórðungi, haustið 1990, kusu 8480. Síðan hefur orðið mikil fólksfjölgun. En kjósendur í prófkjöri flokksins í gær voru þó ekki nema 3329. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki lengur það stórveldi í íslenskum stjórnmálum sem hann var.

Ég fékk samtals 3100 atkvæði árið 1990. Það dugði mér í 13 sætið! Ólöf Nordal fékk núna samtals 2944 atkvæði. Það dugir henni í fyrsta sætið!

Eftir prófkjörið í gær skipa lögfræðingar 7 af 8 efstu sætunum hjá sjálfstæðismönnum. Oft hefur verið kvartað yfir offramboði lögfræðinga á framboðslistum Sjálfstæðisflokksins – með fullri virðingu fyrir þeirri ágætu stétt – en hér er slegið met sem ég held að muni skapa flokknum mótbyr í komandi kosningum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Thomas Möller skrifar: Evrópa er á fleygiferð

Thomas Möller skrifar: Evrópa er á fleygiferð
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hún er samsæriskenningasmiður, andstæðingur bóluefna og getnaðarvarna – Nú verður hún landlæknir og aðalráðgjafi Trump

Hún er samsæriskenningasmiður, andstæðingur bóluefna og getnaðarvarna – Nú verður hún landlæknir og aðalráðgjafi Trump
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stjórnarandstaðan pirruð yfir að fá að halda málþófinu áfram fram á nótt – „Hvaða leikrit er í gangi?“

Stjórnarandstaðan pirruð yfir að fá að halda málþófinu áfram fram á nótt – „Hvaða leikrit er í gangi?“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Ekki benda á mig, segir sérstakur – ríkissaksóknari rannsakar eigin gjörðir

Svarthöfði skrifar: Ekki benda á mig, segir sérstakur – ríkissaksóknari rannsakar eigin gjörðir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Diljá Mist Einarsdóttir: Þú veist aldrei með hverjum þú getur fest inni í lyftu

Diljá Mist Einarsdóttir: Þú veist aldrei með hverjum þú getur fest inni í lyftu