fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
Eyjan

Þjóðfylkingin og Helgi Hrafn á Austurvelli

Egill Helgason
Þriðjudaginn 16. ágúst 2016 09:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég verð að viðurkenna að ég hafði mínar efasemdir um að rétt væri að efna til sérstakra gagnmótmæla á Austurvelli vegna fundar sem svonefnd Íslensk þjóðfylking hafði boðað þar.

Þetta virðst satt að segja heldur tætingslegur hópur og vesæll, vægast sagt. Aðfarirnar hjá honum hafa sést á myndbandi sem hefur verið í umferð á netinu, það er tekið fyrir utan Café Catalina í Kópavogi sem virðist vera helsta aðsetur flokksins. Þetta eru engir Svíþjóðardemókratar sem fóru úr skallabúningunum yfir í fín jakkaföt eða ungverskir Jobbik í straujuðum einkennisbúningum. Að minnsta kosti ekki enn. Það er nokkuð langt í land með slíkt, eins og sjá má á myndbandinu.

Þarna fékk þessi flokkur fólks miklu meiri umfjöllun en hann á í raun skilið. Varð beinlínis aðalfréttin í öllum fjölmiðlum – fékk jafnvel meiri athygli en boðuð húsnæðisúrræði ríkisstjórnarinnar.

En svo finnst manni þetta kannski bara ágætt. Og það er ekki síst vegna Pírataþingmannsins Helga Hrafns Gunnarssonar sem lagði það á sig að mæta með fartölvuna sína út á Austurvöll og reka vitleysurnar ofan í þjóðfylkingarliðið. Það stóð og æpti á hann, en Helgi sýndi mikla þolinmæði og þrautseigju.

Ég hef áður sagt að ég skilji ekki að Helgi sé ekki í framboði fyrir Pírata í þingkosningunum. Það er sagt að hann ætli að fara að vinna í grasrótinni. En flokkur sem hefur ekki almennilega leiðtoga mun ekki hafa neina grasrót. En kannski er honum ætlað annað hlutverk – manni finnst eins og Helgi hljóti að vera sterkasti kandídatinn ef Píratar fara að mynda ríkisstjórn.

 

Screen Shot 2016-08-16 at 09.38.57

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Stjórnarandstaða með pólitískt sjálfsofnæmi

Sigmundur Ernir skrifar: Stjórnarandstaða með pólitískt sjálfsofnæmi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku
Lögregla rúin trausti
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Hinn gullni tími“ – Trump missir sig í Hvíta húsinu

„Hinn gullni tími“ – Trump missir sig í Hvíta húsinu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“