fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
Eyjan

Að þurrka ríki út af landakortinu – ofurvald netfyrirtækjanna

Egill Helgason
Miðvikudaginn 10. ágúst 2016 01:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Risastór netfyrirtæki seilast til alheimseinokunar og birta okkur framtíðarsýn sem verður æ dystópískari. Þetta er ákveðin þversögn. Það er mikið rætt um andóf gegn hnattvæðingu í stjórnmálunum og vaxandi þjóðernishyggju, en í þessu efni verður ekki vart við neitt slíkt. Þvert á móti, tök netrisanna verða harðari og þeir teygja sig í hvert horn í veröldinni.

Netflix sér til þess að framboðið af sjónvarpsefni verður æ fábrotnara. Það eiga helst allir að vera að horfa á það sama, sömu sjónvarpsseríurnar. Einhæfnin er ótrúleg. En staðbundin menning á afar erfitt uppdráttar gagnvart þessu – og auðvitað tungumál líka.

Spotify rakar saman auðævum á sköpun annarra og en á sama tíma fer fram stórkostlegt arðrán á tónlistarmönnum og tónskáldum. Spotify hefur komið sjálfu sér og notendum sínum upp á að greiða smáaura fyrir tónlist.

Rithöfundurinn Dave Eggers skrifar um það í skáldsögunni The Circle hvernig netfyrirtæki sem svipar til Google/Facebook verður æ valdameira. Í sögunni er komið að þeim punkti að byrja á að halda almennar kosningar í gegnum vef fyrirtækisins, vefinn sem það stjórnar og er alltumlykjandi.

Það eru ýmsar hliðar á valdi Google og Facebook. Þessi risafyrirtæki geta til dæmis ráðið miklu með því einfaldlega að ákveða hvað skuli birt notendum, hvaða upplýsingum skuli ýtt fram og hvað skuli bælt niður.

Og svo eru náttúrlega aðrir möguleikar, eins og einfaldlega að þurrka heilt ríki út af landakortinu – eins og Google gerir við Palestínu.

 

Screen Shot 2016-08-10 at 08.48.47

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Stjórnarandstaða með pólitískt sjálfsofnæmi

Sigmundur Ernir skrifar: Stjórnarandstaða með pólitískt sjálfsofnæmi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku
Lögregla rúin trausti
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Hinn gullni tími“ – Trump missir sig í Hvíta húsinu

„Hinn gullni tími“ – Trump missir sig í Hvíta húsinu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“