fbpx
Mánudagur 19.maí 2025
Eyjan

Varla sjálfsstæðisstefnan

Egill Helgason
Fimmtudaginn 28. júlí 2016 13:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ein ástæða þess hversu Sjálfstæðisflokknum gengur illa er sú sterka tilfinning meðal landsmanna að hann gangi erinda sérhagsmunaafla fyrst og fremst. Sumir sjá í hillingum gamlan Sjálfstæðisflokk sem hafði að leiðarljósi atvinnufrelsi og frjáls viðskipti, var flokkur smáatvinnurekenda og þeirra sem vildu komast í álnir af eigin rammleik og hugviti. Þetta var það sem kallaðist sjálfstæðisstefnan – um sjálfstæða menn í frjálsu landi.

Kannski var þessi flokkur aldrei til, en hugmyndin um hann lifir meðal margra Sjálfstæðismanna – sem sumir hafa yfirgefið flokkinn eða örvænta um hann. Ummæli tveggja frammámanna í flokknum hljóta að vekja ákveðnar áhyggjur hjá þessu fólki.

Annars vegar er það Jens Garðar Helgason, en hann er formaður samtakanna sem eitt sinn hétu LÍÚ. Jens Garðar svarar þannig gagnrýni á nýliðun í sjávarútvegi – þá staðreynd að ungt og framtaksamt fólk á erfitt með að hasla sér völl þar en eignarhaldið færist sífellt á færri hendur:

Að baki þess­arra hug­mynda er sú róm­an­tíska sýn að ungir frjáls­huga menn geti farið á litlum bátum og róið til sjávar – nýliðar í sjáv­ar­út­veg­i. Þessi hug­mynda­fræði átti kannski við fyrir nokkrum árum eða ára­tugum síðan – alveg eins og orfið og ljár­inn voru eitt sinn helstu verk­færi íslenskra bænda eða konur og karlar að salta síld undir berum himni á síld­arplönum um allt land.

Hins vegar er það Ari Edwald, forstjóri Mjólkursamsölunnar. Ari tók upp á því að dreifa grein eftir Ögmund Jónasson þegar mestur styrrin stóð um Mjólkursamsöluna fyrir stuttu. Ari hefur verið formaður formaður atvinnuveganefndar Sjálfstæðisflokksins. Ari sagði að þetta væri einhver besta grein sem hann hefði lesið lengi.

Lykilorð í grein Ögmundar var „frelsiskreddukjaftæði“, semsagt að þeir sem vildu auka frelsi í viðskiptum með búvörur væru haldnir vitlausum og vondum kreddum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Frá Brjánslæk til Brussel

Þorsteinn Pálsson skrifar: Frá Brjánslæk til Brussel
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón Gunnarsson fúll yfir að stjórnarliðar neiti að færa nefndarfund svo hann komist á fund um sjávarútveginn

Jón Gunnarsson fúll yfir að stjórnarliðar neiti að færa nefndarfund svo hann komist á fund um sjávarútveginn
Fyrir 5 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Heimóttarskapur er erfiður andstæðingur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Heimóttarskapur er erfiður andstæðingur
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Furðar sig á pólitísku leikriti – „Þegar ráðherra var á leiðinni ákvað stjórnarandstaðan að taka sig af mælendaskrá og láta sig hverfa úr húsi“

Furðar sig á pólitísku leikriti – „Þegar ráðherra var á leiðinni ákvað stjórnarandstaðan að taka sig af mælendaskrá og láta sig hverfa úr húsi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku
Lögregla rúin trausti