fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Eyjan

Hinn stórhættulegi Repúblikanaflokkur – njósnarar Pútíns og vandræði Demókrata

Egill Helgason
Þriðjudaginn 26. júlí 2016 09:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þetta er sumarið þegar sá ótti magnast upp hjá manni að mannkynið standi á hættulegum tímamótum. Þjóðfélagsrýnirinn Noam Chomsky segir í viðtali við Amy Goodman á sjónvarpsstöðinni Democracy Now (þau voru bæði gestir í Silfrinu hjá mér á sínum tíma!) að Repúblikanaflokkurinn eins og hann er í dag geti talist vera hættulegustu samtök í sögu mannkynsins. Bókstaflega, segir Chomsky.

Tökum bara afstöðu þeirra til tveggja stórmála sem blasa við okkur í dag: Loftslagsbreytinga, kjarnorkustríðs. Varðandi loftslagsbreytingarnar þarf ekki einu sinni að ræða það. Þeir segja: „Æðum alla leið út að brúninni. Tryggjum að barnabörnin okkar eigi vont líf.“ Varðandi kjarnorkuvopn þá heimta þeir aukna hervæðingu. Hún er þegar alltof mikil, meiri en efni eru til. „Skjótum þessu upp úr öllu valdi,“ segja þeir. Annað munu þeir skera niður meðfram því að þeir lækka skatta á ríkt fólk, svo það verður ekkert eftir. Ef maður hugsar um það, þá hefur annað eins ekki ógnað mannkyninu fyrr og síðar. Við ættum að horfast í augu við það.

Þetta eru stór orð. Varnaðarorð frá einum helsta stjórnmálaspekingi samtímans. Ekki að hann hrósi Demókrataflokknum sem hann segir að sé um þar sem hófsamir Repúblikanar voru áður.

Á sama tíma gerist það að Demókratar eru í miklum vandræðum vegna tölvupósta sem hafa lekið út af skrifstofum flokksins. Þar eru komin upp sú skrítna staða að Rússar virðast hafa brotist inn í tölvukerfi Demókrataflokksins. Píratinn Smári McCarthy deilir þessari grein af vefnum Motherboard og segist telja niðurstöður hennar mjög sennilegar. Þar er talað um tvo aðila í Rússlandi sem hafi verið að reyna að komast inn í tölvurnar, bæði gamla KGB, sem nú heitir FSB, og GRU, sem er leyniþjónusta hersins. Njósnarar Pútíns stela semsagt upplýsingum frá Demókrötum til þess að hjálpa Donald Trump. Vísbendingarnar um aðkomu Rússa eru sagðar mjög sterkar, þótt reynt sé að láta líta út á nokkuð klaufalegan hátt að hakkari á eigin vegum hafi verið að verki.

Það hefur ekki farið dult að Pútín er hrifinn af Donald Trump og vill að hann verði forseti. En gögnunum er síðar komið til WikiLeaks og Julians Assange sem hefur ekki farið dult með óbeit sína á Hillary Clinton. Milli Assange og Pútínsstjórnarinnar eru þræðir og Assange var um tíma með þátt á rússnesku áróðursstöðinni Russia Today. Gögnin eru birt beint ofan í flokksþing Demókratanna.

Thomas Rid, höfundur greinarinnar, er prófessor í öryggisfræðum við King’s College í London. Hann segir að með þessu sé farið yfir stóra rauða línu og sett afar hættulegt fordæmi.

Bernie Sanders lýsir yfir stuðningi við Hillary Clinton, en stuðningsmenn hans púa á hann. Stjarna Demókrataþingsins til þessa hefur í raun verið forsetafrúin, Michelle Obama, sem hélt þessa glæsilegu ræðu í gær. Það er líka hægt að tala um stjórnmál þannig að maður skynji von og uppörvun.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann