fbpx
Mánudagur 19.maí 2025
Eyjan

Skipt um piss

Egill Helgason
Mánudaginn 18. júlí 2016 14:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og staðan er bendir flest til þess að rússneskum íþróttamönnum verði beinlínis meinað að keppa á Ólympíuleikunum í Ríó sem hefjast innan fárra vikna, nema þeir sem geta sannað að þeir hafi ekki notað lyf og eru til í að fara á leikana og keppa undir Ólympíufánanum. Það er ekki vel séð í Rússlandi.

Nýjustu fréttir sýna að svindlið fyrir Vetrarólympíuleikana í Sotsji 2014 virðist hafa verið altækt, bíræfið og brotaviljinn eindreginn. Í stórum stíl var átt við þvagsýni úr rússnesku keppendunum – það var skipt um piss í 100 prósent tilvika, segir í frétt BBC.

Rússneska íþróttahreyfingin hefur verið með í svindlinu, lögregluyfirvöld og ríkisstjórnin.

Þetta virkar algjörlega galið. Hvernig dettur mönnum svonalagað í hug? Hverju ætla þeir að ná fram? Hver er tilgangurinn? Halda menn að svo stórt og víðfemt samsæri komist ekki upp?

Væntanlega er markmiðið að sýna fram á rosalega íþróttafrægð- og getu. Að einhverjir fái að baða sig í frægðarljómanum, þá væntanlega helst ráðamenn, því íþróttamennirnir sjálfir skipta minnstu máli í slíku sambandi. Þeim er fórnandi.

Mesta sportidjótaríki allra tíma var gamla Austur-Þýskaland þar sem íþróttamenn voru pumpaðir fullir af óþverra til að ná sigrum í alþjóðlegri keppni. Það tókst í mörgum tilvikum, en fátt þykir fyrirlitlegra nú en hinn öfugsnúni austur-þýski íþróttaandi.

En þetta varpar stórum skugga á Ólympíuleikana – sem stríða þegar við mikinn ímyndarvanda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Lögregla rúin trausti

Lögregla rúin trausti
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar sakar Jón um að tala niður til þjóðarinnar og Jón minnir á söguna um litlu gulu hænuna

Ragnar sakar Jón um að tala niður til þjóðarinnar og Jón minnir á söguna um litlu gulu hænuna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þurfti að stilla til friðar eftir háðsglósur á Alþingi þar sem þingmaður móðgaðist og meirihlutinn flissaði – „Bíddu, hvar hefurðu verið?“

Þurfti að stilla til friðar eftir háðsglósur á Alþingi þar sem þingmaður móðgaðist og meirihlutinn flissaði – „Bíddu, hvar hefurðu verið?“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Að flensa afturendann

Þorsteinn Pálsson skrifar: Að flensa afturendann