fbpx
Mánudagur 19.maí 2025
Eyjan

Sumarnæturfegurð og Pokémonar

Egill Helgason
Laugardaginn 16. júlí 2016 09:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Misheppnað valdarán gegn hinum ömurlega Erdogan í Tyrklandi. Blóðbað í hinni fögru Nice við Miðjarðarhafið. Trump og Boris. Maður fær kvíðahnút í magann þegar maður opnar tölvu þessa dagana.

Göngutúr við Tjörnina í Reykjavík er góður á bjartri sumarnótt. Fegurri reit í borginni er vart að finna. Sigurveig tók þessa mynd klukkan hálf tólf í gærkvöldi. Gróðurinn er svo fallega grænn – maður sér mörg tilbrigði af grænu – en húsin speglast í vatnsfletinum. Ég hef reyndar aldrei séð jafnmikill slýgróður í Tjörninni og þetta sumar. Gæti verið að hitastig vatnsins sé ástæðan?

Það sem sést ekki á myndinni eru hópar ungmenna sem fóru um garðinn í nýja leiknum Pokémon Go. Þetta er leikur fyrir snjallsíma sem útheimtir að leikendurnir séu á ferðinni utandyra. Pokémonarnir leynast víða en eru ekki sýnilegir án tækjanna. Þetta er orðið mikið æði víða um heim, vægast sagt.

Enn hefur þó ekki tekist að þróa búnað til að greina huldufólk, en hver veit nema það komi?

 

13719469_10154360678777718_4772131129441647924_o

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Lögregla rúin trausti

Lögregla rúin trausti
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar sakar Jón um að tala niður til þjóðarinnar og Jón minnir á söguna um litlu gulu hænuna

Ragnar sakar Jón um að tala niður til þjóðarinnar og Jón minnir á söguna um litlu gulu hænuna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þurfti að stilla til friðar eftir háðsglósur á Alþingi þar sem þingmaður móðgaðist og meirihlutinn flissaði – „Bíddu, hvar hefurðu verið?“

Þurfti að stilla til friðar eftir háðsglósur á Alþingi þar sem þingmaður móðgaðist og meirihlutinn flissaði – „Bíddu, hvar hefurðu verið?“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Að flensa afturendann

Þorsteinn Pálsson skrifar: Að flensa afturendann