fbpx
Mánudagur 19.maí 2025
Eyjan

Salek er ónýtt

Egill Helgason
Föstudaginn 15. júlí 2016 11:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úrskurðir Kjararáðs drepur hið svokallaða Salek samkomulag – og kannski hefur farið fé betra. Hvers vegna í ósköpunum ættu almennir launamenn að láta sér detta í hug að fara eftir því þegar horft er upp á stórfelldar hækkanir ákveðinna hópa – og sumir falla reyndar ekki undir Kjararáð. Það er til dæmis mjög áberandi í nýlegum talnagögnum hvað laun lækna hafa hækkað mikið og sömuleiðis forstjórastéttarinnar.

Salek virkar æ meir eins og ný-korpóratískt samráð um að halda lágu laununum áfram niðri. Ef marka má þróunina undanfarið mun það auka ójöfnuð. Og þess utan er það ólýðræðislegt. Samkvæmt því var ákveðið að hækka iðgjöld í lífeyrissjóði, um það var sáralítil umræða í samfélaginu. Þetta var einfaldlega tilkynnt eins og orðinn hlutur.

Soffía Sigurðardóttir, sem hefur lengi verið virk í pólitík á vinstri væng, skrifar eftirfarandi texta á Facebook:

Salek samkomulagið er vond leið. Það viðheldur íslenskri láglaunapólitík með einstaka undantekningum. Fáeinir forystumenn íslensra launþegasamtaka eru hluti af þeim undantekningum og þar með hluti af þessu mynstri. Það er verið að reyna að þvinga allt almennt launafólk í einn megin straum, eitt stórfljót þar sem vatnsborðið má ekki hækka um 1 cm án þess að yfir flæði. Ofan á stíflugörðunum keyrir svo undantekningarliðið. Kvein milljónkallanna í verkalýðselítunni er fyrirséð í hvert sinn sem einhverjar launahækkanir verða án þeirra samþykkis. Verkalýðshreyfing sem er svona upp byggð mun ekki ná fram breyttri og bættri tekjuskiptingu í samfélaginu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Lögregla rúin trausti

Lögregla rúin trausti
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar sakar Jón um að tala niður til þjóðarinnar og Jón minnir á söguna um litlu gulu hænuna

Ragnar sakar Jón um að tala niður til þjóðarinnar og Jón minnir á söguna um litlu gulu hænuna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þurfti að stilla til friðar eftir háðsglósur á Alþingi þar sem þingmaður móðgaðist og meirihlutinn flissaði – „Bíddu, hvar hefurðu verið?“

Þurfti að stilla til friðar eftir háðsglósur á Alþingi þar sem þingmaður móðgaðist og meirihlutinn flissaði – „Bíddu, hvar hefurðu verið?“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Að flensa afturendann

Þorsteinn Pálsson skrifar: Að flensa afturendann