fbpx
Mánudagur 19.maí 2025
Eyjan

Lofaði heimsreisu

Egill Helgason
Mánudaginn 27. júní 2016 22:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég missti mig yfir leiknum, eins og kannski fleiri, gat ekki alveg horft, fór frá, stóð álengdar, færði mig nær og svo aftur burt. Tók meira að segja einn stuttan göngutúr. Ekki hægt að sitja kyrr yfir svona.

Svo var ég alveg búinn að missa það og lofaði fjölskyldu minni heimsreisu ef Ísland myndi vinna. Það voru meira að segja vitni að því. Þau rukka mig kannski um þetta seinna.

En það var ekki eins og við værum ein. Íslenska liðið var hér dyggilega stutt af Grikkjum, Ítölum, Svíum, Norðmönnum – og meira að segja konu frá Færeyjum. Sigrinum var vel fagnað og alls staðar fengum við hamingjuóskir.

Maður er enn eins og skringilega léttur í höfðinu og getur ekki farið að sofa. Verður einhver bið á því.

Það er fallegt að sjá hvað íslenska liðið er samstillt, yfirvegað og prúðmannlegt. Það er einfaldlega mikil reisn yfir því. Það var dæmigert þegar Aron Einar Gunnarsson átti skot að marki undir lok leiks, það mistókst, og hann fór að skellihlæja.

13439023_10154248034073232_3734802268664606542_n

 

Og þetta getur eiginlega ekki verið sætara – ensku fjölmiðlarnir eru lagstir í ógurlegar sjálfsásakanir, en vinur minn breskur blaðamaður sem fylgist vel með segir að þeir nefni fæstir hvað Íslendingar séu í raun góðir.

Fantastic performance, great story, you will have the whole world supporting you now. I hope the journey continues, and I hope you have a great party. The TV coverage here is embarrassing. It’s all about how crap England were, and nothing about how good Iceland were.  You all must be so proud. Keep up the good work.

Svo má bæta því við að eftir að hafa horft á leiki dagsins tel ég mig hafa séð tvo bestu markmenn heims: Gianlugi Buffon og Hannes Halldórsson. Hannes er reyndar líka kvikmyndagerðarmaður, eins og skýrt hefur verið frá í erlendum fjölmiðlum, það segir sitt um liðið.

 

Screen Shot 2016-06-28 at 00.45.27(Myndin er af Facebook-síðu Dags B. Eggertssonar.)

Screen Shot 2016-06-28 at 00.55.19

En svona lítur þetta út. Ekki alveg slæmur staður til að vera á!

13502823_10154377795521995_5038256617601804261_o

Hér er svo forsíða Verdens Gang, víðlesnasta dagblaðs Noregs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Óánægðir sósíalistar ráðast á Sönnu og segja hana misnota aðstöðu sína – „Fullkomlega óeðlilegt og óviðeigandi“

Óánægðir sósíalistar ráðast á Sönnu og segja hana misnota aðstöðu sína – „Fullkomlega óeðlilegt og óviðeigandi“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Logi furðulostinn eftir fyrirspurn Ingibjargar á Alþingi sem vill að Alþingi skipti sér af fréttaflutningi Ríkisútvarpsins um lekamálið

Logi furðulostinn eftir fyrirspurn Ingibjargar á Alþingi sem vill að Alþingi skipti sér af fréttaflutningi Ríkisútvarpsins um lekamálið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Er Bergþór Ólason orðinn helsti siðgæðisvörður Alþingis?

Orðið á götunni: Er Bergþór Ólason orðinn helsti siðgæðisvörður Alþingis?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Eins milljarðs gjaldþrot Frostfisks ehf. – Rúmar 440 milljónir fengust upp í kröfur

Eins milljarðs gjaldþrot Frostfisks ehf. – Rúmar 440 milljónir fengust upp í kröfur
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Að vanvirða líf þar til það þagnar

Steinunn Ólína skrifar: Að vanvirða líf þar til það þagnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þurfti að stilla til friðar eftir háðsglósur á Alþingi þar sem þingmaður móðgaðist og meirihlutinn flissaði – „Bíddu, hvar hefurðu verið?“

Þurfti að stilla til friðar eftir háðsglósur á Alþingi þar sem þingmaður móðgaðist og meirihlutinn flissaði – „Bíddu, hvar hefurðu verið?“