fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Eyjan

Úrslitin réðust í apríl

Egill Helgason
Mánudaginn 20. júní 2016 21:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru forsetakosningar eftir fimm daga en kosningabaráttan virkar eins og hálfgert mjálm.

Það auðvitað engin spenna í þessu – og það er enginn kraftur heldur. Úrslitin eru líka svo gott sem ráðin; þau hafa eiginlega verið það síðan í apríl þegar fór af stað röð atburða.

1. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson lenti í vandræðum vegna Panamaskjala og þurfti loks að segja af sér.

2. Maggi í Texasborgurum sagðist ætla að bjóða sig fram. Alls staðar ágerðist sú tilfinning að kosningarnar væru að snúast upp í skrípaleik. Mælirinn er fullur, hugsuðu margir, í raun hafði þetta furðu mikil áhrif.

3. Guðni Th. Jóhannesson birtist dag eftir dag í sjónvarpinu og snögglega fóru margir að hugsa að þarna væri loks komið fram ágætt efni í forseta. (Nei, þetta var ekki skipulagt fyrirfram; uppákoman með Panamaskjölin var ekki alveg þess eðlis).

4. Ólafur Ragnar Grímsson tilkynnti framboð að nýju en virkaði vandræðalegur. Fáum dögum síðar lenti hann líka í vandræðum vegna Panamaskjala og hætti við framboðið. Hann sá fram á að tapa kosningunum.

5. Þá var Guðni líka kominn í röð frambjóðenda, það var merkilegt að skynja bylgjuna í samfélaginu, hvernig fylgið fór af Ólafi til hans. Þetta taldi ég mig finna alls staðar þar sem ég fór einn föstudag.

Staðan hefur í raun ekki breyst neitt að marki síðan þá. Það er nokkuð öruggt að úrslitin réðust þarna upp úr miðjum apríl. Framboð Davíðs Oddssonar breytti engu þar um, enda er það mislukkað. Og frambjóðendurnir Andri Snær og Halla hafa í raun ekki að öðru að keppa en að komast skikkanlega frá kosningunum.

Það er semsagt enginn hiti í þessu né spenna. Reyndar er pínu áhugavert að fylgjast með því hvernig reynt er að koma höggi á Guðna. Af hægri væng hefur heyrst að hann sé ESB-sinni og Icesave-maður, en nú heyrist af vinstri væng að Guðni sé umkringdur Sjálfstæðismönnum og sé í raun einn slíkur sjálfur, já, laumu-Sjálfstæðismaður. Það er líka haft þessu til marks að hann hafi einu sinni búið í Garðabæ en eigi núna heima á Seltjarnarnesi.

Úr þessu verður varla mikil kosninganótt. Má þó skoða hversu hátt hlutfall Guðni fær í kosningunum, verður það yfir 50 prósent? Og hversu lágt Davíð fer – einhverjir eiga væntanlega eftir að fyllast Þórðargleði yfir því. Og svo er spurning hversu kjörsóknin verður mikil?

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans