fbpx
Þriðjudagur 20.maí 2025
Eyjan

Fyrsti EM-pistillinn

Egill Helgason
Sunnudaginn 19. júní 2016 10:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér í Grikklandi er Evrópukeppnin í fótbolta send út á ríkissjónvarpsstöðinni ERT. Þetta þýðir að víða eru sjónvörp þar sem leikirnir eru sýndir – og auðvelt er að nálgast þá. Mér sýnist reyndar að út um Evrópu sé mótið gjarnan sýnt á ríkisstöðvum,  í Skandinavíu eru það DR, NRK, SVT og YLE, í Þýskalandi AED og ZDF og í Bretlandi BBC. Sums staðar eru þessar stöðvar í samstarfi við aðrar stöðvar – hérna má sjá yfirlit um þetta.

Almennt fer betur á því að stórir viðburðir eins og þessir séu í opinni dagskrá sem allir geta séð fyrirhafnarlítið,  þannig var það áður fyrr og það á enn við um Ólympíuleika.

Ég get ekki sagt að brennandi áhugi hafi verið fyrir leiknum í gær – við horfðum á hann í háskerpu utandyra á veitingastað, tveir feðgar, og svo ungt par frá Ungverjalandi. Við fögnuðum þegar Íslendingarnir skoruðu, Ungverjarnir fögnuðu þegar lið þeirra jafnaði. Sonur minn var mjög móðgaður yfir því.

En það verður að segjast eins og er, að þegar maður horfði á leikinn svona í ró og næði, víðs fjarri allri stemmingu og hvatningarhrópum – þá blasti við að þetta var alls ekki nógu gott. Af hverju gekk Íslendingunum svona illa að senda boltann á milli sín? Af hverju lögðust þeir í vörn gegn liði sem oft hafði verið sagt að væri lakara en okkar?

Nú sé ég að Lars Lägerbeck er hundfúll og segir að íslenska liðið hafi spilað „án allrar skynsemi“. Jú, einhvern veginn virkaði það þannig héðanífrá séð. Tölfræði sem birtist á Vísi segir sína sögu:

71 prósent sendinga íslenska liðsins heppnuðust í leiknum eða 147 af 207. Ungverjar voru með 391 fleiri heppnaða sendingu í þessum leik en 538 af 605 sendingum heppnuðust hjá ungverska liðinu eða 89 prósent.

Íslendingar eiga margfalt færri sendingar en Ungverjarnir en miklu hærra hlutfall af þeim ratar ekki á samherja. Maður skilur að leikurinn hafi spilast svona gegn hinum snöggu og flinku Portúgölum – sem nú verða að fara að teljast frekar óheppnir – en varla gegn hinum mun þyngri Ungverjum.

 

3a458d97cffab9593bc2c7a53025168a

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Heiðrún Lind um auglýsingarnar umdeildu: „Fátt sem að við höfum gert sem ákveðnum aðilum líkar vel við”

Heiðrún Lind um auglýsingarnar umdeildu: „Fátt sem að við höfum gert sem ákveðnum aðilum líkar vel við”
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Aumkunarverð framganga stjórnarandstöðunnar – málþóf, tafaleikir og bjánataktar – samtök sægreifa með útsendara í þinghúsinu

Orðið á götunni: Aumkunarverð framganga stjórnarandstöðunnar – málþóf, tafaleikir og bjánataktar – samtök sægreifa með útsendara í þinghúsinu