fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Eyjan

17. júní á öðrum tíma

Egill Helgason
Laugardaginn 18. júní 2016 09:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á rápi um alnetið rekst ég á þetta myndasafn sem Guðmundur Eggert Finnsson hefur sett á vefinn Gamlar ljósmyndir. Þarna má sjá hvernig haldið var upp á 17. júní í eina tíð, meðan hann var alvöru hátíðisdagur, áður en Gay Pride og Menningarnótt tóku yfir sem aðal fjöldahátíðirnar í Reykjavík.

Á þessum tíma fjölmennti fólk í bæinn, það var prúðbúið, helstu skemmtikraftar þjóðarinnar komu fram, en um kvöldið var dansað í bænum.

Það verður að segjast eins og er að það er meiri bragur yfir hátíðinni þarna en nú er. Það eru aðrir tímar og í seinni tíð er eins og hafi ríkt hálfgert fálæti í garð 17. júní, eins og menn nenni þessum degi ekki alveg.

En það sakar ekki að spyrja: Hvað breyttist? Getur jafnvel verið að svörin við því séu mikilvæg.

 

Screen Shot 2016-06-18 at 10.53.14

Bessi Bjarnason, Ævar Kvaran og líklega Baldvin Halldórsson í hlutverki ræningjanna í Kardimommubænum á útisvið i á Arnarhóli.

 

Screen Shot 2016-06-18 at 10.49.15

Og píanóleikarinn Carl Billich.

 

Screen Shot 2016-06-18 at 11.05.19

Þuríður Pálsdóttir syngur, þarna má einnig sjá Guðmund Jónsson og Guðmund Guðjónsson.

 

Screen Shot 2016-06-18 at 10.56.16

Mannfjöldi í Lækjargötu og hvít sölutjöld.

 

Screen Shot 2016-06-18 at 11.12.44

Athöfnin á Austurvelli að morgni þjóðhátíðardags. Aðalmálið hefur greinilega verið að stíga ekki á grasið.

 

Screen Shot 2016-06-18 at 10.59.05

Skrúðganga upp Suðurgötu.

 

Screen Shot 2016-06-18 at 11.01.40

Mannfjöldi á Arnarhóli og í Lækjargötu.

 

Screen Shot 2016-06-18 at 11.06.13

Dansað að kvöldi í Lækjargötu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði: Óhamingjusamur málþófsmaður í prívat hagsmunagæslu

Svarthöfði: Óhamingjusamur málþófsmaður í prívat hagsmunagæslu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Nýtt kaupaukakerfi í Íslandsbanka ofan á 12 prósenta kauphækkun stjórnenda

Orðið á götunni: Nýtt kaupaukakerfi í Íslandsbanka ofan á 12 prósenta kauphækkun stjórnenda