fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Eyjan

Gæti Andri farið yfir Davíð?

Egill Helgason
Þriðjudaginn 14. júní 2016 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andri Snær getur farið yfir Davíð, segir Össur Skarphéðinsson í pistli á Facebook síðu sinni. Hann fullyrðir líka, sem kemur varla á óvart, að Guðni Th. Jóhannesson sé öruggur með sigur í forsetakosningunum, en framboð Davíðs sé misheppnað.

Davíð Oddsson rekur afleita kosningabaráttu sem rímar ekki við tímana og er að tapa fylgi. Davíð er fallinn í 16 prósent, og mun líklega eiga erfitt með að rífa sig út úr hægfara spíral niður á við. Andri Snær er hins vegar að sækja í sig veðrið. Hann er kominn upp í 13,3 % og gæti hæglega skotist upp fyrir Davíð Oddsson á lokametrunum.

Því er slegið upp að Guðni missi fylgi milli kannanna, en staðreyndin er samt sú að það munar heilum 40 prósentustigum á honum og næsta manni, Davíð. Össur segir að þegar forysta Guðna er svo örugg, muni fleiri geta hugsað sér að kjósa Andra.

Haldi Guðni áfram öruggri forystu munu áreiðanlega margir pæla í því að flytja atkvæði sitt yfir á Andra Snæ einungis til að stuðla að því að frambjóðandi sægreifanna, Morgunblaðsins og Sjálfstæðisflokksins lendi í þriðja sæti. Framboð Davíðs er svolítið einkennilegt. Það virðist illa grundað, skringilega skipulagt og einhvern veginn rekið aftan úr forneskju. Sæmilega hnitmiðuð og nútímaleg barátta hefði þó getað fleytt honum í 30 % plús. Það gerist ekki úr þessu. Það er því alls ekki út í hött að Andri Snær nái að skjótast upp fyrir hann leyfi menn sér þann munað að kjósa taktíst í ljósi öruggrar forystu Guðna….

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“