fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Eyjan

Úr kirkjuturni á Siglufirði

Egill Helgason
Miðvikudaginn 8. júní 2016 09:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég fékk að klöngrast upp í kirkjuturninn á Siglufirði í gær – í mikilli sumarblíðu. Það er ekki alveg auðvelt fyrir mann af minni stærð, það er upp þrönga stiga og op að fara. En þetta er þess virði, útsýnið úr turninum er dásamlegt.

Kirkjan á Siglufirði var á sínum tíma stærsta guðshús á Íslandi fyrir utan kaþólsku kirkjuna á Landakoti. Hún var vígð 1932, teiknuð af dönskum arkitekt, Arne Finsen. Þá var mikill uppgangur í bænum vegna síldveiða, fólk dreif að til að vinna í síldinni. Bærinn var reyndar frægur fyrir mörg trúfélög sem þar störfuðu, eins og gjarnan á stöðum þar sem eru mikil uppgrip togaðist á syndin og guðræknin. Fólk vann, drakk, syndgaði, iðraðist og frelsaðist, fékk svo kannski aftur, sitt á hvað.

Siglfirðingar áttu líka einn frægasta prest á landinu, þjóðlagasafnarann Bjarna Þorsteinsson. Bjarni þjónaði á Siglufirði í heil 47 ár. Bjarni var allt í öllu í bænum, þótti reyndar stundum aðeins ráðríkur, en hann var líka áhugamaður um ýmis framfaramál, meðal annars bæjarskipulag.

Á myndinni sést úr kirkjuturninum yfir Aðalgötuna á Siglufirði. Þetta er einhver merkasta og sögufrægasta gata á Íslandi. Á síldarárunum iðaði þarna allt af lífi – og hin síðari ár hefur gatan verðið að ganga í endurnýjun lífdaga með auknum ferðamannastraumi.

Gatan liggur eftir eyri sem hefur ýmist verið kölluð Þormóðseyri, Siglufjarðareyri eða Hvanneyri. Séra Bjarni bjó svo um hútana að göturnar liggja eftir reglustikumynstri, þetta er grid eins og það heitir á ensku, þetta er óvenjulegt í íslenskum bæjum en fyrir vikið er meiri borgarbragur á Siglufirði en almennt á Íslandi.

 

13342910_10154258445800439_5964280309889409954_n

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: Stungum á kýlum samfélagsins meðan við fengum að vera hirðfíflið – svo vorum við stoppaðir

Karl Ágúst Úlfsson: Stungum á kýlum samfélagsins meðan við fengum að vera hirðfíflið – svo vorum við stoppaðir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Verst að tapa orðunum – spurði lækninn hvort hann kæmist ekki á skíði rétt eftir heilaaðgerð

Karl Ágúst Úlfsson: Verst að tapa orðunum – spurði lækninn hvort hann kæmist ekki á skíði rétt eftir heilaaðgerð
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Fellibylur í fingurbjörg – stjórnarandstaðan stígur í feitina og verður sér til minnkunar

Orðið á götunni: Fellibylur í fingurbjörg – stjórnarandstaðan stígur í feitina og verður sér til minnkunar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Reiði skólameistarinn

Reiði skólameistarinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Munurinn á aðildarþjóð og „lobbý-þjóð“

Þorsteinn Pálsson skrifar: Munurinn á aðildarþjóð og „lobbý-þjóð“