fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Eyjan

Aldrei sóma stundar

Egill Helgason
Þriðjudaginn 7. júní 2016 19:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég ók í dag frá Akureyri til Siglufjarðar. Af því ég er utan við mig tókst mér að gleyma ferðatöskunni minni á Akureyri – en það er önnur saga.

Það birti mjög til þegar komið var utar í Eyjafjörðinn og loks blasti við Látraströndin böðuð sól.

Látraströndin er nokkuð afskekkt, þar eru engir akvegir, og byggðin fór í eyði fyrir löngu, en þar fyrir norðan eru Fjörður og þykir einkar skemmtilegt að iðka gönguferðir á þessu svæði.

Mig hefur lengi langað á Látraströndina til að fjalla aðeins um fólk sem þar var. Nafntoguðust þeirra er Látra-Björg, sem kennd var við bæinn Látra, yst á ströndinni,  en þar átti hún heima fram á miðjan aldur. Þá lagðist hún í flakk og lést á vergangi í Svarfaðardal 1784, í Móðuharðindunum.

Björg var sögð kona stórvaxin og dugleg til allra verka, en vísur hennar eru margar frægar. Hún orti til dæmis um fólk sem henni líkaði ekki við og gat þá verið mjög kaldhæðin. Jafnvel var talið að hún hafi getað ort svo kraftmikið níð að þeir sem urðu fyrir höfðu skaða af.

Til að mynda má nefna þessa vísu sem er ort um sýslumann sem vildi dæma hana fyrir flakk. Hún kom upp í hugann þegar ég horfði yfir Eyjafjörð í morgun:

Táli pretta örgu ann,
aldrei sóma stundar;
máli réttu hallar hann,
hvergi dóma grundar.

Sýslumaðurinn, Jón Benediktsson, brást hinn versti við þegar hann heyrði vísuna, segir sagan. En Björg lék á hann og er sagt að hún hafi bent á að hann hefði vísuna vitlaust eftir, hann læsi hana aftur á bak, en rétt væri hún svona:

Grundar dóma, hvergi hann
hallar réttu máli.
Stundar sóma, aldrei ann
örgu pretta táli.

Vísan er undir bragarhætti sem nefnist sléttubönd. Það er hægt að lesa hana bæði áfram og aftur á bak. Það er mikil íþrótt að yrkja slíkar vísur. En svo sé ég á Vísindavefnum að það sé ekki einu sinni víst að hún sé eftir Látra-Björgu.

 

13418924_10154257783205439_8827396668505357081_n

Látraströndin, böðuð sól, og fiskibátar í firðinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eze fer til Tottenham
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“