fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Eyjan

Aldrei sóma stundar

Egill Helgason
Þriðjudaginn 7. júní 2016 19:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég ók í dag frá Akureyri til Siglufjarðar. Af því ég er utan við mig tókst mér að gleyma ferðatöskunni minni á Akureyri – en það er önnur saga.

Það birti mjög til þegar komið var utar í Eyjafjörðinn og loks blasti við Látraströndin böðuð sól.

Látraströndin er nokkuð afskekkt, þar eru engir akvegir, og byggðin fór í eyði fyrir löngu, en þar fyrir norðan eru Fjörður og þykir einkar skemmtilegt að iðka gönguferðir á þessu svæði.

Mig hefur lengi langað á Látraströndina til að fjalla aðeins um fólk sem þar var. Nafntoguðust þeirra er Látra-Björg, sem kennd var við bæinn Látra, yst á ströndinni,  en þar átti hún heima fram á miðjan aldur. Þá lagðist hún í flakk og lést á vergangi í Svarfaðardal 1784, í Móðuharðindunum.

Björg var sögð kona stórvaxin og dugleg til allra verka, en vísur hennar eru margar frægar. Hún orti til dæmis um fólk sem henni líkaði ekki við og gat þá verið mjög kaldhæðin. Jafnvel var talið að hún hafi getað ort svo kraftmikið níð að þeir sem urðu fyrir höfðu skaða af.

Til að mynda má nefna þessa vísu sem er ort um sýslumann sem vildi dæma hana fyrir flakk. Hún kom upp í hugann þegar ég horfði yfir Eyjafjörð í morgun:

Táli pretta örgu ann,
aldrei sóma stundar;
máli réttu hallar hann,
hvergi dóma grundar.

Sýslumaðurinn, Jón Benediktsson, brást hinn versti við þegar hann heyrði vísuna, segir sagan. En Björg lék á hann og er sagt að hún hafi bent á að hann hefði vísuna vitlaust eftir, hann læsi hana aftur á bak, en rétt væri hún svona:

Grundar dóma, hvergi hann
hallar réttu máli.
Stundar sóma, aldrei ann
örgu pretta táli.

Vísan er undir bragarhætti sem nefnist sléttubönd. Það er hægt að lesa hana bæði áfram og aftur á bak. Það er mikil íþrótt að yrkja slíkar vísur. En svo sé ég á Vísindavefnum að það sé ekki einu sinni víst að hún sé eftir Látra-Björgu.

 

13418924_10154257783205439_8827396668505357081_n

Látraströndin, böðuð sól, og fiskibátar í firðinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Stjórnarandstaðan krossleggur lappir og þykist óspjölluð og hrein – talar gegn lýðræði

Svarthöfði skrifar: Stjórnarandstaðan krossleggur lappir og þykist óspjölluð og hrein – talar gegn lýðræði
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stjórnarandstaðan gagnrýndi fjarveru Guðmundar Inga – Var svo upplýst um að ráðherra liggur á sjúkrahúsi

Stjórnarandstaðan gagnrýndi fjarveru Guðmundar Inga – Var svo upplýst um að ráðherra liggur á sjúkrahúsi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Biðskylda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Biðskylda
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku
Reiði skólameistarinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björg Magnúsdóttir: Er spennt fyrir leiðtogakjöri hjá Viðreisn – liggur undir feldi

Björg Magnúsdóttir: Er spennt fyrir leiðtogakjöri hjá Viðreisn – liggur undir feldi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fylgi Miðflokks eykst enn – Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar

Fylgi Miðflokks eykst enn – Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar