fbpx
Þriðjudagur 20.maí 2025
Eyjan

Hegnó og garðurinn á bak við

Egill Helgason
Miðvikudaginn 1. júní 2016 14:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hegningarhúsið við Skólavörðustíg hættir starfsemi í dag. Feiki almennilegir fangaverðir sem voru þar í sparibúningum leyfðu mér og syni mínum að fara inn í húsið að skoða. Upp í dómssalinnn sem er verndaður í bak og fyrir. Þar var eitt sinn héraðsdómur, en mér er sagt að síðar hafi þar verið „talað milli hjóna“ í skilnaðarmálum. Það mun víst hafa tekist furðu oft að stilla til sátta.

Þarna er sjálfur „sakamannabekkurinn“ fyrir framan dómssalinn og svo fangaklefarnir á ganginum niðri, þröngir og ekkert sérlega vistlegir. Maður má eiginlega þakka fyrir að vera að koma í fyrsta sinn í þetta hús sem maður hefur gengið framhjá í ótal skipti.

Mér var sagt að síðasti fanginn sem sat inni í húsinu hafi gengið úti í frelsið, það er við hæfi, þótt kannski hafi viðkomandi brotamaður ekki fengið náðun sérstaklega í tilefni dagsins.

Svo er það garðurinn þaðan sem stundum komu boltar út á götuna. Hann er stærri en ég gerði mér grein fyrir, umkringdur vegg, en þegar maður skoðar hann sést að þarna er tilvalið svæði fyrir tónleika, sýningar og alls kyns uppákomur.

Það verður að passa upp á að húsið og garðurinn verði nýtt borgarbúum til skemmtunar og yndisauka en verði ekki bara túristaflaumnum að bráð.

Einar Björnsson sem var staddur í garðinum í dag, á sama tíma og við Kári, leyfði mér að birta þessa mynd sem er víð og sýnir bakhlið hússins og byggingar í kring. Í seinni tíð hefur verið hægt að horfa á fangana úr húsi Spron og síðar úr ferðamannagistingu sem er á horni Skólavörðustígs og Bergstaðastrætis.

Einar merkti myndina „Hegnó“. Húsið mun stundum hafa gengið undir því nafni hjá þeim sem áttu þangað oft erindi.

IMG_0322

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Starbucks í samstarf við Fastus

Starbucks í samstarf við Fastus
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Arnar ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK

Arnar ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Frá Brjánslæk til Brussel

Þorsteinn Pálsson skrifar: Frá Brjánslæk til Brussel
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Gunnarsson fúll yfir að stjórnarliðar neiti að færa nefndarfund svo hann komist á fund um sjávarútveginn

Jón Gunnarsson fúll yfir að stjórnarliðar neiti að færa nefndarfund svo hann komist á fund um sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Stjórnarandstaða með pólitískt sjálfsofnæmi

Sigmundur Ernir skrifar: Stjórnarandstaða með pólitískt sjálfsofnæmi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku
Lögregla rúin trausti