fbpx
Þriðjudagur 20.maí 2025
Eyjan

Eftir það þoldu þeir ekki hvor annan…

Egill Helgason
Föstudaginn 27. maí 2016 09:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í janúar 1999 tók Kolbrún Bergþórsdóttir viðtal við Bjarna Guðnason sem nú er prófessor emeritus. Bjarni sat eitt sinn á þingi fyrir flokk sem nefndist Samtök frjálslyndra og vinstri manna. Þetta birtist í hinu sáluga dagblaði Degi. Bjarni fer á kostum í viðtalinu. Það rifjaðist upp fyrir mér þegar ég sá menn deila þessari ljósmynd hér á Facebook.

 

Screen Shot 2016-05-26 at 22.02.17

 

Þarna eru Jón Baldvin Hannibalsson og Davíð Oddsson að mynda Viðeyjarstjórnina svokölluðu vorið 1991. Þá varð Davíð Oddsson fyrst forsætisráðherra. Í viðtalinu við Bjarna er að finna bestu lýsingu sem ég hef séð á þessari stjórn, hann líkti henni við hjónaband höfðingjans Staðarhóls-Páls og Helgu Aradóttur, sonardóttur Jóns Arasonar, um miðja sextándu öld.

 

Screen Shot 2016-05-26 at 22.07.25

 

Staðarhóls-Páll var ágætt skáld og orti ástarljóð til Helgu. Eftir að ástin kólnaði breyttist kveðskapurinn. Þetta kvæði orti hann þegar komið var að skilnaði þeirra.

Ef leiðist þér, grey, að ganga,
gefa vil ég þér hest.
Segi eg upp sambúð langa,
svo trúi eg fari best.
Hafir þú fornt á fótum,
fá skaltu skæðin ný.
Gakktu hart á grjótum
og ganaðu upp í ský
með bandvettlinga og traf,
styttuband og staf.
Farðu norður í Gýgjarfoss
og stingdu þér þar á kaf.
Sökktu til botns sem blý
og komdu aldrei upp frá því.

Ég hygg að hugarþelið eftir Viðeyjarstjórnina hafi ekki verið miklu kærleiksríkara.

En svona var umbrotið á viðtalinu við Bjarna Guðnason í janúar 1999. Rifjaðist upp að hann var skemmtilegur stjórnmálamaður, þótt ferillinn þar yrði ekki langur – starfstími hans í íslenskum fræðum við Háskóla Íslands var mun lengri. Og svo var Bjarni auðvitað fótboltamaður líka, spilaði með landsliðinu og er sagt að honum hafi eitt sinn verið boðið að koma og leika með Chelsea.

Myndatextinn hér að neðan hefur ekki misst gildi sitt, nema síður sé.

 

Screen Shot 2016-05-26 at 21.59.41

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Efnaðasta fólkið fær mesta afsláttinn

Sigmundur Ernir skrifar: Efnaðasta fólkið fær mesta afsláttinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Verjum hafið og hemjum valdið

Steinunn Ólína skrifar: Verjum hafið og hemjum valdið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Óánægðir sósíalistar ráðast á Sönnu og segja hana misnota aðstöðu sína – „Fullkomlega óeðlilegt og óviðeigandi“

Óánægðir sósíalistar ráðast á Sönnu og segja hana misnota aðstöðu sína – „Fullkomlega óeðlilegt og óviðeigandi“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Logi furðulostinn eftir fyrirspurn Ingibjargar á Alþingi sem vill að Alþingi skipti sér af fréttaflutningi Ríkisútvarpsins um lekamálið

Logi furðulostinn eftir fyrirspurn Ingibjargar á Alþingi sem vill að Alþingi skipti sér af fréttaflutningi Ríkisútvarpsins um lekamálið
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Heimóttarskapur er erfiður andstæðingur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Heimóttarskapur er erfiður andstæðingur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Furðar sig á pólitísku leikriti – „Þegar ráðherra var á leiðinni ákvað stjórnarandstaðan að taka sig af mælendaskrá og láta sig hverfa úr húsi“

Furðar sig á pólitísku leikriti – „Þegar ráðherra var á leiðinni ákvað stjórnarandstaðan að taka sig af mælendaskrá og láta sig hverfa úr húsi“