fbpx
Þriðjudagur 20.maí 2025
Eyjan

Hegningarhúsinu lokað – en hvað á að gera við bygginguna?

Egill Helgason
Fimmtudaginn 26. maí 2016 07:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég hef stundum velt því fyrir mér hvernig það er að sitja inni í gamla Hegningarhúsinu við Skólavörðustíginn. Í þröngum klefa og heyra borgarysinn fyrir utan. Hljóð frelsisins, eins og þau hljóta að hljóma í eyrum þeirra sem hafa verið sviptir því. Hljóðin frá fólkinu sem sinnir daglegum erindum, hljóðin í ferðamönnum sem eru fjölmennir í þessu hverfi, hljóð næturlífsins fram undir morgun um helgar.

Fangelsi í hjarta miðborgar er nokkuð óvenjulegt núorðið – og nú um mánaðarmótin hættir sú starfsemi endanlega í Hegningarhúsinu. En þessi sögufræga bygging stendur þarna áfram, byggð 1872. Orðalagið að „fara í steininn“ mun vera tilkomið vegna þess að húsið var reist úr tilhöggnu grjóti. Húsið var hér áður fyrr stundum kallað „nían“ – sökum þess að það er við Skólavörðustíg 9.

Hvað á að gera við svona hús – sem að auki nýtur mikillar friðunar? Það á ekki bara við um ytra byrðið, heldur líka gamla dómssalinn á annarri hæð. Ekki er alveg auðvelt að svara því. Einhvers staðar sá ég stungið upp á því að þetta yrði upplifunarhótel fyrir túrista, þeir yrðu læstir inni á kvöldin, fengju að heyra hringl í lyklum og fótatak fangavarða í klossum, en á morgnana yrðu þeim sleppt – eftir fangelsislegan árbít inni í klefa.

Í alvörunni, þá þarf að gæta þess að þarna komi inn starfsemi sem hentar húsinu. Varla veitingahús eða skemmtistaður. En það mætti reyndar byrja á því að rífa hluta af steinsteyptum veggnum sem umlykur fangelsisgarðinn. Hann er frekar ljótur. Þá opnast svæði þarna fyrir aftan, í hinu þrönga rými sem fangar hafa haft til útivistar.

 

images-5

Sjón sem maður hefur ekki fengið að sjá með berum augum, kannski sem betur fer. Garðurinn bak við Hegningarhúsið á Skólavörðustíg. Veggurinn í kringum garðinn mætti alveg missa sín.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Efnaðasta fólkið fær mesta afsláttinn

Sigmundur Ernir skrifar: Efnaðasta fólkið fær mesta afsláttinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Verjum hafið og hemjum valdið

Steinunn Ólína skrifar: Verjum hafið og hemjum valdið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Óánægðir sósíalistar ráðast á Sönnu og segja hana misnota aðstöðu sína – „Fullkomlega óeðlilegt og óviðeigandi“

Óánægðir sósíalistar ráðast á Sönnu og segja hana misnota aðstöðu sína – „Fullkomlega óeðlilegt og óviðeigandi“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Logi furðulostinn eftir fyrirspurn Ingibjargar á Alþingi sem vill að Alþingi skipti sér af fréttaflutningi Ríkisútvarpsins um lekamálið

Logi furðulostinn eftir fyrirspurn Ingibjargar á Alþingi sem vill að Alþingi skipti sér af fréttaflutningi Ríkisútvarpsins um lekamálið
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Heimóttarskapur er erfiður andstæðingur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Heimóttarskapur er erfiður andstæðingur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Furðar sig á pólitísku leikriti – „Þegar ráðherra var á leiðinni ákvað stjórnarandstaðan að taka sig af mælendaskrá og láta sig hverfa úr húsi“

Furðar sig á pólitísku leikriti – „Þegar ráðherra var á leiðinni ákvað stjórnarandstaðan að taka sig af mælendaskrá og láta sig hverfa úr húsi“