fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Eyjan

Einkavæðing Klettsins

Egill Helgason
Þriðjudaginn 24. maí 2016 08:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gamma er félag sem var stofnað í kringum hrunið af fyrrverandi starfsmönnum Kaupþings. Þeir fóru úr spákaupmennsku með bankapappíra yfir í spákaupmennsku með húsnæði.

Má segja að Gammahafi verið sett á laggirnar á hárréttum tíma, því eftir að höftin lokuðust í kringum Ísland fór að magnast upp gríðarleg húsnæðisbóla – mikið af krónum veltist um í kerfinu í leit að fjárfestingu, ekki síst peningar lífeyrissjóða.

Við þetta bætist ferðamannastraumur sem enginn gat séð fyrir – verð á húsnæði er nú víða komið langt yfir sársaukamörk.

Í slíku bóluástandi getur félag eins og þetta stækkað gríðarlega ört. Veðrýmið eykst stöðugt – og þetta er starfsemi sem bönkum finnst gott að lána í, ábatinn getur verið skjótur ólíkt því sem til dæmis er þegar framleiðsla eða vöruþróun á í hlut. Þetta er í raun ágætt sýnishorn af því hvernig hið síðkapítalíska hagkerfi starfar.

Í gær var tilkynnt að Gamma hefði keypt mikinn fjölda af íbúðum af Íbúðarlánasjóði, þær voru undir hatti leigufélags sem nefnist Klettur, 450 íbúðir á einu bretti. Þetta er náttúrlega ekki annað en stór einkavæðing. Á sama tíma og félagsmálaráðherra er að berjast við að koma í gegn húsnæðisfrumvörpum er svo lítið beri á selt burt leigufélag í  opinberri eigu. Ekki hefur verið mikil umræða um þetta, en Drífa Snædal, sem situr í stjórn Íbúðalánasjóðs mun hafa mótmælt þessum málatilbúnaði.

Ýmislegt hefur verið ritað um Gamma síðustu árin, en þó í raun furðu lítið miðað við umsvifin. Gamma hefur ræktað ímynd sína með því að styrkja alls kyns menningarstarfsemi – eiginlega er meira fjallað um það. Formaður félags fasteignasala lýsti áhyggjum vegna félagsins fyrir nokkrum misserum, lýsti eignasöfnun þess, hvernig félagið hefði áhrif á húsnæðverð og hvernig leiga hefði „hækkað allverulega í eignum sem þeir eru með í útleigu“. Kjarninn birti líka grein sem fjallaði um ágengni Gamma á húsnæðismarkaði.

Í upphafi árs skrifaði stjórnsýslufræðingurinn Gunnar Alexander Ólafsson grein sem nefnist Kletturinn hverfur hér á Eyjuna. Gunnar fjallaði þar um fyrirhugaða sölu á Kletti.

Nú hefur ríkisvaldið ákveðið að hefja söluferli á merku fyrirbæri sem heitir Leigufélagið Klettur, sem er dótturfélag Íbúðalánasjóðs. Leigufélagið hefur leigt út íbúðir um land allt og býður einstaklingum uppá langtímaleigu á húsnæði. Allt sniðið að þörfum leigjenda. Klettur hefur boðið leigjendum upp á öryggi á leigutíma sem finnst ekki á almennum markaði í dag. Ekki var hægt að segja upp leigusamningi nema vegna vanefnda eða skemmda eða m.ö.o. leigendur bjuggu við öryggi hjá Kletti sem þekkist ekki á leigumarkaði.

Leigufélagið var aðgerð Guðbjarts heitins Hannessonar þáverandi velferðarráðherra til að auka framboð á húsnæði til langtímaleigu og mæta óskum vaxandi hóps leigjenda. Ætíð hefur verið mikil eftirspurn eftir íbúðum félagsins. Úti er ævintýri því nú hefur verið ákveðið að selja fyrirtækið. Þessi félagslega tilraun til að skapa leigjendum öryggi til langs tíma er á enda komin. Leigufélagið hefur verið vel rekið og hefur notað hagnað til að fjölga íbúðum. En hvaða áhrif mun sala á fyrirtækinu hafa?

  1. Leiguverð mun hækka, því kaupendur þurfa að fá fjárfestingu sína til baka á ákveðnum tíma.
  2. Leigutími verður takmarkaður og óöryggi leigjenda eykst.
  3. Staða núverandi leigjenda mun veikjast ásamt því að gera nýjum leigjendum erfiðara fyrir að leigja hjá þeim.

Vegna framangreindra atriða er salan á fyrirtækinu óskiljanleg. Fyrirtækið er vel stætt og hefur skilað tekjum til Íbúðalánasjóðs. Tilurð þess hefur skapað öryggi hjá þúsundum einstaklinga sem hafa loks séð fram á öryggi í langtímaleigu.

Salan vekur einnig upp spurningar í ljósi þess að leigjendum hefur fjölgað mikið undanfarin ár eða um 50% frá árinu 2004. Í dag er hlutfall leigjenda á húsnæðismarkaði um 22% en var 14% árið 2004. Í stað þess að auka þjónustu fyrirtækisins og gefa fleiri leigjendum kost á að njóta öryggis á leigumarkaði hafa yfirvöld félagsmála í landinu (Félagsmálaráðuneyti og Íbúðalánasjóður) ákveðið að auka óöryggi þessa hóps.

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Stjórnarandstaðan krossleggur lappir og þykist óspjölluð og hrein – talar gegn lýðræði

Svarthöfði skrifar: Stjórnarandstaðan krossleggur lappir og þykist óspjölluð og hrein – talar gegn lýðræði
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stjórnarandstaðan gagnrýndi fjarveru Guðmundar Inga – Var svo upplýst um að ráðherra liggur á sjúkrahúsi

Stjórnarandstaðan gagnrýndi fjarveru Guðmundar Inga – Var svo upplýst um að ráðherra liggur á sjúkrahúsi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Biðskylda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Biðskylda
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku
Reiði skólameistarinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björg Magnúsdóttir: Er spennt fyrir leiðtogakjöri hjá Viðreisn – liggur undir feldi

Björg Magnúsdóttir: Er spennt fyrir leiðtogakjöri hjá Viðreisn – liggur undir feldi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fylgi Miðflokks eykst enn – Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar

Fylgi Miðflokks eykst enn – Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar