fbpx
Þriðjudagur 20.maí 2025
Eyjan

Starfsáætlun þingsins – og dagsetning kosninga

Egill Helgason
Sunnudaginn 22. maí 2016 13:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gerir kombakk og segir að ekki liggi neitt á að kjósa í haust, og hann sjái ekki að kosningar verði í september eða október.

Það er nú samt svo að Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra hefur margítrekað að kosið verði í haust.

Ein yfirlýsingin var svohljóðandi:

Eins og fram hefur komið mun verða boðað til kosn­inga í haust. Dag­setn­ing hefur ekki verið ákveð­in.

Stjórnmálaflokkar eru farnir að boða til prófkjöra miðað við að kosið verði í haust – einkum og sérílagi Sjálfstæðisflokkurinn. Þar virðist semsagt vera almennur skilningur að kosningarnar verði haldnar.

Hér er svo breytt starfsáætlun Alþingis. Þarna má sjá að þingi verður frestað 2. júní, en þráðurinn verður aftur tekinn upp í ágúst á sumarþingi, sem virðist eiga að ljúka í byrjun september með eldhúsdegi.

Af þessu má ráða að kosningar eigi að fara fram í október, í fyrsta lagi 8. október, í síðasta lagi í lok mánaðarins – eða það skyldi maður ætla. Ef ekki er ætlunin að kjósa í haust er lítill tilgangur með þessu sumarþingi.

 

Screen Shot 2016-05-22 at 13.30.09

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Alvarlegu augun

Óttar Guðmundsson skrifar: Alvarlegu augun
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Efnaðasta fólkið fær mesta afsláttinn

Sigmundur Ernir skrifar: Efnaðasta fólkið fær mesta afsláttinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Stjórnarandstaða með pólitískt sjálfsofnæmi

Sigmundur Ernir skrifar: Stjórnarandstaða með pólitískt sjálfsofnæmi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Vælustjórnun

Óttar Guðmundsson skrifar: Vælustjórnun
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku
Lögregla rúin trausti